580 milljarðar frá lífeyrissjóðum í loftslagstengdar fjárfestingar Tómas N. Möller skrifar 4. nóvember 2021 08:01 Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar