Kirkjujarðasamkomulagið - Sannarlega óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 9. nóvember 2021 09:30 Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun