Biðlistabörnin Jóhannes Stefánsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Jóhannes Stefánsson Skóla - og menntamál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun