Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifð leigufélag Sigrún Árnadóttir skrifar 11. nóvember 2021 14:44 Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára. Það er gott og vel að fjalla um félagslegt leiguhúsnæði sem er afar mikilvægt og brýnt til þess að tryggja húsnæðisöryggi. Hins vegar er slæmt þegar haldið er á lofti röngum fullyrðingum og ásökunum um að okrað sé á fólki og markmiðin snúist um að ávaxta fé fyrir borgarsjóð. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur þann tilgang einan að eiga, reka og leigja út félagslegar íbúðir. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólks með fötlun. Reykjavíkurborg fer fram með góðu fordæmi og gerir í sinni húsnæðisáætlun ráð fyrir að 5% alls íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Félagsbústöðum hefur gengið nokkuð vel að halda í við þessi markmið og eru nú með um 3000 íbúðir í útleigu. Tekjuafgangur Félagsbústaða fer í greiðslur lána Gunnar Smári telur að Félagsbústaðir hafi svigrúm til þess að lækka leigu að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og bendir máli sínu til stuðnings á ársreikning síðasta árs sem sýnir að tekjuafgangur fyrir matsbreytingar og verðbætur langtímalána nemi rúmum einum milljarði króna. Ef þessum milljarði væri ekki til að dreifa gætu Félagsbústaðir ekki staðið í skilum með afborgnir langtímalána sem á þessu sama ári námu rúmlega 950 milljónum króna. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef Félagsbústaðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og myndi í raun ógna húsnæðisöryggi leigjendanna. Félagsbústaðir leitast við að halda leiguverði stöðugu og viðráðanlegu á sama tíma og félagið þarf að standa undir kostnaði við rekstur, viðhald og fjölgun íbúða. Leiguverð Félagsbústaða er um 25%-30% lægra en leiguverð þinglýstra leigusamninga nú í haust hér í Reykjavík. Þjónustu- og viðhorfskönnun sem MMR framkvæmdi fyrr á þessu ári meðal leigjenda Félagsbústaða sýnir að 72% aðspurðra telja að leiguverðið hjá Félagsbústöðum sé hagstætt og mikill fjöldi nefnir húsnæðisöryggi sem einn af kostum þess að leigja af Félagsbústöðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára. Það er gott og vel að fjalla um félagslegt leiguhúsnæði sem er afar mikilvægt og brýnt til þess að tryggja húsnæðisöryggi. Hins vegar er slæmt þegar haldið er á lofti röngum fullyrðingum og ásökunum um að okrað sé á fólki og markmiðin snúist um að ávaxta fé fyrir borgarsjóð. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur þann tilgang einan að eiga, reka og leigja út félagslegar íbúðir. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólks með fötlun. Reykjavíkurborg fer fram með góðu fordæmi og gerir í sinni húsnæðisáætlun ráð fyrir að 5% alls íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Félagsbústöðum hefur gengið nokkuð vel að halda í við þessi markmið og eru nú með um 3000 íbúðir í útleigu. Tekjuafgangur Félagsbústaða fer í greiðslur lána Gunnar Smári telur að Félagsbústaðir hafi svigrúm til þess að lækka leigu að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og bendir máli sínu til stuðnings á ársreikning síðasta árs sem sýnir að tekjuafgangur fyrir matsbreytingar og verðbætur langtímalána nemi rúmum einum milljarði króna. Ef þessum milljarði væri ekki til að dreifa gætu Félagsbústaðir ekki staðið í skilum með afborgnir langtímalána sem á þessu sama ári námu rúmlega 950 milljónum króna. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef Félagsbústaðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og myndi í raun ógna húsnæðisöryggi leigjendanna. Félagsbústaðir leitast við að halda leiguverði stöðugu og viðráðanlegu á sama tíma og félagið þarf að standa undir kostnaði við rekstur, viðhald og fjölgun íbúða. Leiguverð Félagsbústaða er um 25%-30% lægra en leiguverð þinglýstra leigusamninga nú í haust hér í Reykjavík. Þjónustu- og viðhorfskönnun sem MMR framkvæmdi fyrr á þessu ári meðal leigjenda Félagsbústaða sýnir að 72% aðspurðra telja að leiguverðið hjá Félagsbústöðum sé hagstætt og mikill fjöldi nefnir húsnæðisöryggi sem einn af kostum þess að leigja af Félagsbústöðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun