Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala skrifar 18. nóvember 2021 09:31 Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. Í ár þykir okkur þetta verkefni ærið brýnt. Bráðahjúkrunarfræðingar, sem og aðrir, hafa undanfarið séð hvernig bráðamóttökunni hefur verið úthýst. Deildin er orðin að stærstum hluta legudeild og bráðum tilvikum sjúklinga jafnvel vísað annað. Bráðahjúkrun fer fram á göngum og biðsvæðum meðan sjúklingar sem klárað hafa bráðameðferð og bíða rúms á legudeild eru á herbergjum bráðamóttöku. Við slíkar aðstæður er ógerlegt að veita faglega þjónustu þar sem öryggi, sýkingarvarnir eða persónuvernd eru tryggð. Við spyrjum því stjórnvöld er ekki vilji til að hafa lengur bráðamóttöku á Landspítala? Getur kannski verið að stjórnvöld sem taka ákvarðanir um stefnu, skipulag og fjármagn til heilbrigðiskerfisins skilji ekki þá þjónustu sem veitt er á bráðamóttökum? Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi tekur á móti bráðveikum og slösuðum ekki bara frá höfuðborgarsvæðinu heldur einnig frá öllu landinuog þurfa sérhæfða meðferð. Eðli málsins samkvæmt þarf viðbragðsgeta deildarinnar að vera mikil og skjót. Rými þarf að vera til fyrir þá sjúklinga sem koma brátt og þurfa meðhöndlun samstundis. Að auki hefur fjölgun landsmanna, ferðamannastraumur og fleiri einstaklingar með fjölþættan heilsufarsvanda leitt til þess að enn umfangsmeiri og flóknari þjónustu þarf að vera hægt að veita á bráðamóttöku. Á sama tíma hefur legurýmum á Landspítala fækkað, hjúkrunarfræðinga vantar til starfa jafnt innan Landspítala og utan. Hjúkrunarúrræði í samfélaginu hafa ekki verið byggð upp og heilbrigðiskerfið hefur ekki vaxið í takt við aukna þjónustuþörf. Löngu fyrir heimsfaraldur Covid-19 hafði starfsemi bráðamóttöku þyngst og starfsfólk farið fram á úrlausnir til framtíðar. Úttektir Embættis landlæknis bentu einnig á óviðunandi ástand sem skapað geti jarðveg fyrir óvænt atvik og hættu á brottfalli starfsfólks. Árið 2020 fækkaði komum á bráðamóttöku og Covid-göngudeildin sinnti sjúklingum með staðfesta Covid-19 sýkingu. Hjúkrunarfræðingar bráðamóttöku tóku að sér störf á Covid-göngudeild og legudeildum og sýndu þar með ábyrgð og vilja til úrlausna í því erfiða ástandi. Á þessu ári er fjöldi koma á bráðamóttöku hins vegar stígandi aftur, sömu aðstæður komnar upp og 2019 auk þess sem alltaf er von á ógreindum Covid sjúklingum. Bráðamóttakan er nánast fullmönnuð af hjúkrunarfræðingum til þess að sinna sjúklingum sem þangað leita með bráð vandamál, en þörf er á fleiri sjúkraliðum til starfa. Mikill mannauður er til staðar á bráðamóttöku. Nú í nóvember 2021 eru um 100 hjúkrunarfræðingar í starfi á bráðamóttöku Landspítala. Þrír sérfræðingar í bráðahjúkrun starfa við deildina og hefur einn hjúkrunarfræðingur til viðbótar lokið starfsnámi til sérfræðiréttinda. Tveir hjúkrunarfræðingar eru í MS námi í bráðahjúkrun og 3 í öðru MS námi. Auk þess hafa 27 hjúkrunarfræðingar lokið diplómanámi í bráðahjúkrun frá Háskóla Íslands. Allir hjúkrunarfræðingar deildarinnar taka þátt í fræðslu og formlegum námskeiðum tengdum starfseminni. Um 45% hjúkrunarfræðinga hafa minna en 5 ára starfsreynslu en meðal þeirra sem eru með lengri starfsævi eru nokkrir hjúkrunarfræðingar með meira en 30 ára starfsreynslu. Þennan mannauð má ekki missa. Þetta eru dýrmætir fagaðilar sem hafa menntað sig innan og utan Landspítala til að efla sig í starfi, sinna bráðveikum og slösuðum sem þurfa á þjónustu og fagmennsku þeirra að halda. Þeir eru sérhæfðir í að leysa úr flóknum bráðum vandamálum, þekkja einkenni og bregðast hratt við. Síðustu misseri hafa störf bráðahjúkrunarfræðinga hins vegar mikið til falist í hjúkrun sjúklinga sem ættu að vera á sérhæfðum legudeildum jafnhliða bráðahjúkrun. Mönnun til að sinna sjúklingum sem lokið hafa bráðafasa og ættu þar með að vera komnir á legudeild er ekki til staðar heldur er byggð á aukavinnu eða meira álagi á þá sem eru á vaktinni. Að meðaltali eru á bráðamóttökunni 27 innlagðir sjúklingar sem samsvarar einni til einni og hálfri legudeild. Kraftar sérhæfðra bráðahjúkrunarfræðinga fara því í að sinna hjúkrun sjúklinga sem betur væri komið í höndum annarra sérgreina. Ef við tökum líkingu úr flugi: Flugstjórar sem eru með vottun til að fljúga Boeing eru ekki settir í að fljúga Airbus án fyrirvara. Farþegar í þessu flugi, það er sjúklingar okkar, eru óbundnir og ekki í sæti á meðan við fljúgum vél sem við óskuðum ekki eftir að fljúga. Lítið svigrúm, hvort sem horft er til húsnæðis eða starfskrafta, er til að sinna bráðahjúkrun þeirra sem eru nýkomnir til meðferðar og eftirlits, en það eru um 180 sjúklingar á hverjum sólahring. Vinnuumhverfið er óásættanlegt og álagið margfalt. Þetta gengur ekki lengur. Óskandi væri að stjórnvöld hættu að hunsa endurtekið ákall hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta um bætt ástand. Ráðamenn þurfa að viðurkenna þá áhættu og vinnu sem bráðahjúkrunarfræðingar leggja á sig í algerlega óviðunandi aðstæðum. Bráðamóttakan á ekki að vera birtingarmynd úrræðaleysis í heilbrigðiskerfinu og rangrar stefnumótunar fyrri ára um þörf fyrir hjúkrun og legurými. Bráðahjúkrunarfræðingar vilja fá að vera bráðahjúkrunarfræðingar. Starfskjör þurfa að endurspegla virðingu fyrir starfi okkar. Ef stjórnvöld koma ekki strax með úrræði til að bæta aðstöðu bráðveikra sjúklinga og fagfólksins sem þeim sinna, efumst við stórlega um að vilji sé fyrir hendi til þess að hafa starfandi móttöku bráðveikra og slasaðra á Landspítala. Fjölbreytt störf bráðahjúkrunarfræðinga - Kristín Erla Sigurðardóttir from Landspítali on Vimeo. VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR 2021 // SIGRÚN GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR from Landspítali on Vimeo. VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR 2021 // LILJA RUT JÓNSDÓTTIR from Landspítali on Vimeo. Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala Ágústa Hjördís Kristinsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Dóra Björnsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri bráðamóttöku Landspítala Ingibjörg Sigurþórsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Kristín Halla Marínósdóttir bráðahjúkrunarfræðingur Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður fagráðs, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun við HÍ og Landspítala Þuríður Anna Guðnadóttir aðstoðardeildarstjóri bráðamóttöku Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. Í ár þykir okkur þetta verkefni ærið brýnt. Bráðahjúkrunarfræðingar, sem og aðrir, hafa undanfarið séð hvernig bráðamóttökunni hefur verið úthýst. Deildin er orðin að stærstum hluta legudeild og bráðum tilvikum sjúklinga jafnvel vísað annað. Bráðahjúkrun fer fram á göngum og biðsvæðum meðan sjúklingar sem klárað hafa bráðameðferð og bíða rúms á legudeild eru á herbergjum bráðamóttöku. Við slíkar aðstæður er ógerlegt að veita faglega þjónustu þar sem öryggi, sýkingarvarnir eða persónuvernd eru tryggð. Við spyrjum því stjórnvöld er ekki vilji til að hafa lengur bráðamóttöku á Landspítala? Getur kannski verið að stjórnvöld sem taka ákvarðanir um stefnu, skipulag og fjármagn til heilbrigðiskerfisins skilji ekki þá þjónustu sem veitt er á bráðamóttökum? Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi tekur á móti bráðveikum og slösuðum ekki bara frá höfuðborgarsvæðinu heldur einnig frá öllu landinuog þurfa sérhæfða meðferð. Eðli málsins samkvæmt þarf viðbragðsgeta deildarinnar að vera mikil og skjót. Rými þarf að vera til fyrir þá sjúklinga sem koma brátt og þurfa meðhöndlun samstundis. Að auki hefur fjölgun landsmanna, ferðamannastraumur og fleiri einstaklingar með fjölþættan heilsufarsvanda leitt til þess að enn umfangsmeiri og flóknari þjónustu þarf að vera hægt að veita á bráðamóttöku. Á sama tíma hefur legurýmum á Landspítala fækkað, hjúkrunarfræðinga vantar til starfa jafnt innan Landspítala og utan. Hjúkrunarúrræði í samfélaginu hafa ekki verið byggð upp og heilbrigðiskerfið hefur ekki vaxið í takt við aukna þjónustuþörf. Löngu fyrir heimsfaraldur Covid-19 hafði starfsemi bráðamóttöku þyngst og starfsfólk farið fram á úrlausnir til framtíðar. Úttektir Embættis landlæknis bentu einnig á óviðunandi ástand sem skapað geti jarðveg fyrir óvænt atvik og hættu á brottfalli starfsfólks. Árið 2020 fækkaði komum á bráðamóttöku og Covid-göngudeildin sinnti sjúklingum með staðfesta Covid-19 sýkingu. Hjúkrunarfræðingar bráðamóttöku tóku að sér störf á Covid-göngudeild og legudeildum og sýndu þar með ábyrgð og vilja til úrlausna í því erfiða ástandi. Á þessu ári er fjöldi koma á bráðamóttöku hins vegar stígandi aftur, sömu aðstæður komnar upp og 2019 auk þess sem alltaf er von á ógreindum Covid sjúklingum. Bráðamóttakan er nánast fullmönnuð af hjúkrunarfræðingum til þess að sinna sjúklingum sem þangað leita með bráð vandamál, en þörf er á fleiri sjúkraliðum til starfa. Mikill mannauður er til staðar á bráðamóttöku. Nú í nóvember 2021 eru um 100 hjúkrunarfræðingar í starfi á bráðamóttöku Landspítala. Þrír sérfræðingar í bráðahjúkrun starfa við deildina og hefur einn hjúkrunarfræðingur til viðbótar lokið starfsnámi til sérfræðiréttinda. Tveir hjúkrunarfræðingar eru í MS námi í bráðahjúkrun og 3 í öðru MS námi. Auk þess hafa 27 hjúkrunarfræðingar lokið diplómanámi í bráðahjúkrun frá Háskóla Íslands. Allir hjúkrunarfræðingar deildarinnar taka þátt í fræðslu og formlegum námskeiðum tengdum starfseminni. Um 45% hjúkrunarfræðinga hafa minna en 5 ára starfsreynslu en meðal þeirra sem eru með lengri starfsævi eru nokkrir hjúkrunarfræðingar með meira en 30 ára starfsreynslu. Þennan mannauð má ekki missa. Þetta eru dýrmætir fagaðilar sem hafa menntað sig innan og utan Landspítala til að efla sig í starfi, sinna bráðveikum og slösuðum sem þurfa á þjónustu og fagmennsku þeirra að halda. Þeir eru sérhæfðir í að leysa úr flóknum bráðum vandamálum, þekkja einkenni og bregðast hratt við. Síðustu misseri hafa störf bráðahjúkrunarfræðinga hins vegar mikið til falist í hjúkrun sjúklinga sem ættu að vera á sérhæfðum legudeildum jafnhliða bráðahjúkrun. Mönnun til að sinna sjúklingum sem lokið hafa bráðafasa og ættu þar með að vera komnir á legudeild er ekki til staðar heldur er byggð á aukavinnu eða meira álagi á þá sem eru á vaktinni. Að meðaltali eru á bráðamóttökunni 27 innlagðir sjúklingar sem samsvarar einni til einni og hálfri legudeild. Kraftar sérhæfðra bráðahjúkrunarfræðinga fara því í að sinna hjúkrun sjúklinga sem betur væri komið í höndum annarra sérgreina. Ef við tökum líkingu úr flugi: Flugstjórar sem eru með vottun til að fljúga Boeing eru ekki settir í að fljúga Airbus án fyrirvara. Farþegar í þessu flugi, það er sjúklingar okkar, eru óbundnir og ekki í sæti á meðan við fljúgum vél sem við óskuðum ekki eftir að fljúga. Lítið svigrúm, hvort sem horft er til húsnæðis eða starfskrafta, er til að sinna bráðahjúkrun þeirra sem eru nýkomnir til meðferðar og eftirlits, en það eru um 180 sjúklingar á hverjum sólahring. Vinnuumhverfið er óásættanlegt og álagið margfalt. Þetta gengur ekki lengur. Óskandi væri að stjórnvöld hættu að hunsa endurtekið ákall hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta um bætt ástand. Ráðamenn þurfa að viðurkenna þá áhættu og vinnu sem bráðahjúkrunarfræðingar leggja á sig í algerlega óviðunandi aðstæðum. Bráðamóttakan á ekki að vera birtingarmynd úrræðaleysis í heilbrigðiskerfinu og rangrar stefnumótunar fyrri ára um þörf fyrir hjúkrun og legurými. Bráðahjúkrunarfræðingar vilja fá að vera bráðahjúkrunarfræðingar. Starfskjör þurfa að endurspegla virðingu fyrir starfi okkar. Ef stjórnvöld koma ekki strax með úrræði til að bæta aðstöðu bráðveikra sjúklinga og fagfólksins sem þeim sinna, efumst við stórlega um að vilji sé fyrir hendi til þess að hafa starfandi móttöku bráðveikra og slasaðra á Landspítala. Fjölbreytt störf bráðahjúkrunarfræðinga - Kristín Erla Sigurðardóttir from Landspítali on Vimeo. VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR 2021 // SIGRÚN GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR from Landspítali on Vimeo. VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR 2021 // LILJA RUT JÓNSDÓTTIR from Landspítali on Vimeo. Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala Ágústa Hjördís Kristinsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Dóra Björnsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri bráðamóttöku Landspítala Ingibjörg Sigurþórsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Kristín Halla Marínósdóttir bráðahjúkrunarfræðingur Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður fagráðs, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun við HÍ og Landspítala Þuríður Anna Guðnadóttir aðstoðardeildarstjóri bráðamóttöku Landspítala
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar