Kæru foreldrar í Fossvogi Ragnar Þór Pétursson skrifar 2. desember 2021 15:32 Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð. Nú veit ég að börnum er fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir. Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur. Að tala um að það sé þyngra en „tárum taki“ að börn missi af skólabúðum og að skólinn hafi brugðist í árferði sem hefur kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylla kröfur um aðbúnað – er óheppilegt svo ekki sé meira sagt. Það verður stöðugt erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því er flókið að snúa við. Þar skiptir þó máli að það samfélag sem skólinn starfar í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð. Nú veit ég að börnum er fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir. Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur. Að tala um að það sé þyngra en „tárum taki“ að börn missi af skólabúðum og að skólinn hafi brugðist í árferði sem hefur kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylla kröfur um aðbúnað – er óheppilegt svo ekki sé meira sagt. Það verður stöðugt erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því er flókið að snúa við. Þar skiptir þó máli að það samfélag sem skólinn starfar í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun