Stórútgerðin eyðir byggð Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. desember 2021 08:00 Það er öllum ljóst að stórútgerðin hefur stórskaðað byggð víða um land, keypt burt kvóta og atvinnutækifæri sjávarbyggða og skilið íbúana og samfélögin eftir í sárum. Þetta hafa stjórnvöld talið ásættanlegan fórnarkostnað svo auka mætti hagnað stærstu útgerðanna og þar með arð til eigenda; talið velsæld fáeinna auðkýfinga mikilvægari markmið en lífsafkomu alþýðunnar. Almenningur deilir ekki þessari afstöðu með stjórnvöldum. Aðeins 14 prósent landsmanna telja núverandi kvótakerfi gott. Það er mikill minnihluti. Einu sinni var spurt í skoðanakönnun hvort landsmenn vildu taka upp dauðarefsingar og þar sögðu 20% þátttakenda vera þessarar skoðunar, að ríkisvaldið ætti að drepa fólk. Stuðningur við kvótakerfið er enn meiri minnihlutaskoðun en stuðningur við dauðarefsingar. Munurinn er hins vegar sá að stjórnvöld þjóna þeim litla hópi sem er sáttur við kvótakerfið. Þetta er magnaður andskoti, en svona er þetta nú samt í okkar landi. Eyða líka byggð þar sem þau starfa En stórútgerðin drepur ekki aðeins byggð þar sem hún nær að sölsa undir sig kvóta heldur líka þar sem hún kemur sér fyrir, landar og rekur fiskvinnslu. Til að sýna fram á þetta skulum við bera saman hversu mikið íbúum þeirra byggða þar sem tíu stærstu útgerðirnar starfa hefur fjölgað eða fækkað í samanburði við landsmeðaltal. Í þessum samanburði fækkar íbúum þar sem fjölgunin er minni en landsmeðaltalið, ekki bara þar sem þeim fækkar í raun. Í tilefni komandi sveitastjórnarkosninga tökum við breytingar frá 2010 ril 2020, sem eru um það bil þrjú síðustu kjörtímabil. Brim starfar í Reykjavík þar sem íbúum hefur fækkað um 3,3% hlutfallslega í samanburði við mannfjölgun á landinu og á Vopnafirði þar sem íbúunum hefur fækkað um 15,7%. Samherji starfar á Dalvík þar sem hefur orðið 16,5% hlutfallsleg fækkun og á Akureyri þar sem fækkunin er 6,0%. Íbúum í Skagafirði, þar sem FISK hefur höfuðstöðvar hefur fækkað um 14,5% á þennan mælikvarða. Og íbúum Fjarðarbyggðar, þar sem Síldarvinnslan starfar, hefur fækkað um 8,5%. Þorbjörn er í Fjallabyggð þar sem íbúum hefur fækkað um 8,2%. Og í Vestmannaeyjum, þar sem Vinnslustöðin og Ísfélagið starfa, hefur orðið 8,7% hlutfallsleg fækkun á þessum fáu árum. Þetta er rosaleg hrörnun. Ástandið er skárra á Höfn í Hornafirði þar sem Skinney-Þinganes starfar, en þar er fólksfjölgun rétt aðeins undir landsmeðaltalinu. Og í Grindavík, heimabæ Þorbjarnar og Vísis, hefur íbúum fjölgað um 8,2% umfram landsmeðaltal. Reglan er sú að stórútgerðin styrkir ekki bæjarfélög, öfugt við það sem haldið er fram, heldur virkar hún lamandi á byggðirnar og dregur úr þeim afl svo þær missa stöðu í samanburði við aðrar byggðir. Jafnvel þegar við berum þróun í byggðum sem hafa misst kvóta saman við þær byggðir þar sem stórútgerðin hefur komið sér fyrir, er ekki hægt að sjá miklan mun. Það að fá stórútgerð er álíka högg fyrir byggðirnar og að missa frá sér kvótann. Auðmannadekur sveitastjórna Hvernig má það vera? Hrörnun byggða þar sem stórútgerðin drottnar yfir öllu er þekkt fyrirbrigði. Það má sjá þessa þróun í öðrum kompaní-bæjum um allan heim. Stór fyrirtæki eða ríkur karl kemur í bæinn og lofar að efla hann og styrkja, en í reynd er sveitarsjóði snúið frá almenningi að stórfyrirtækinu og ríka karlinum. Þeim er boðinn skattaafsláttur, það er látið athugasemdalaust þótt þeir svíkist um að greiða rétt hafnargjöld eða hlunnfari sjómenn, það eru byggðar fyrir þá bryggjur, vegir og aðstaða og í raun allt gert til að þjóna þeim. Eftir skamma stund er sveitarfélagið orðið að þjóni stórfyrirtækisins og undirlægju ríka karlsins. Sá sem sýgur til sín verðmæti úr samfélaginu er sagður sá sem býr til verðmætin. Og þessu er trúað þrátt fyrir að hið gagnstæða sé augljóst. Ástæða hrörnar Vestmannaeyja er að eigendur stórútgerðarinnar draga til sinn allan arð af veiðum og vinnslu Eyjamanna og flytja burt úr bæjarfélaginu. Þetta blasir við. Samt láta Eyjamenn eins og þetta fólk sé máttarstólpar bæjarins, fólkið sem nagar stoðirnar og veikja bæinn. Gaslýsing áróðurs-, fræði- og blaðamanna Þetta gerist í frétta- og umræðuhefð sem einkennist af gaslýsingu. Þegar bent er á eituráhrifin af stórútgerðinni mæta áróðursmaskínur útgerðarinnar og halda einhverju allt öðru fram, vel studdar af fjölmiðlum og fræðafólki. Því er haldið fram að almenningur skilji ekki bráðum fjörutíu ára reynslu sína af kvótakerfinu. Því er haldið fram að þrátt fyrir reynslu fólks af því að kvótakerfið sé slæmt sé það þvert á móti gott. Og raunar svo gott að gervöll heimsbyggðin horfi öfundaraugum til Íslands vegna kvótakerfisins. Þótt engum sögum fari af því að nokkur þjóð hafi viljað taka þetta kerfi upp. Í sjálfu sér mætti hlægja af þessu, ef ekki væri fyrir það að allir fjölmiðlar telja það skyldu sína að draga þetta áróðursfólk að borðinu í hvert sinn sem ræða á sjávarútveg. 14 prósentin fá ætíð tífaldan tíma til að reka áróður sinn á við þann tíma sem 86 prósentin fá til að leggja fram gagnrýni sína. Ef þú hugsar um hvaða fólk hefur rætt um kvótakerfið í íslenskum fjölmiðlum undanfarna áratugi; manstu eftir mörgum sjómönnum eða fiskvinnslufólki, fólki úr byggðum sem misst hafa kvóta eða fólki sem býr í bæjum sem stórútgerðin drottnar yfir og vill andmæla yfirráðum þeirra? Og ef þig minnir til að hafa heyrt þessar raddir, var það ekki svo að þá var þetta matreitt sem hálfgert óráðshjal, sem áróðursfólk útgerðarinnar var síðan fengið til að afrugla í löngu máli? Á Íslandi styðja margir fjölmiðlar núverandi kvótakerfi en enginn fjölmiðill er farvegur fyrir gagnrýni á kerfið. Allir telja þeir að stórútgerðin sjálf og áróðursmaskínur hennar, fólk sem flytur boðskap sem 14 prósent landsmanna fallast á, eigi að stjórna allri umræðu um sjávarútvegsmál á Íslandi. Stokkhólmseinkenni óligarkismans Þetta er staðan á samfélaginu okkar. Örfáir óligarkar, sem náð hafa undir sig auðlindum almennings, stjórna í raun umræðunni. Eins og Rússlandi er gagnrýni í sjálfu sér ekki bönnuð en hún er tamin og jaðarsett. Þú mátt kasta einhverju fram en þú færð engan vettvang til þess. Það er kannski í mesta lagi vitnað til gagnrýni þinnar í spurningu til áróðursfólks óligarkanna þegar þeim er veittur vettvangur til að flytja sitt mál Og líkingin við Rússland á mjög vel við. Traust almennings á yfirvöldum er svipað í þessum löndum. Ísland og Rússland eru lönd þar sem nýfrjálshyggjutíminn færði völd, eignir, fé og auðlindir þjóðanna úr almenningi til örfárra sem síðan hafa drottnað yfir samfélögunum. Í slíkum samfélögum, þar sem hinn sterki hefur afkomu fjöldans í hendi sér, gerist það að margt fólk fær dálæti á þeim sem eru í reynd að kúga það og skaða. Fólk hneigir sig fyrir kúgara sínum, þakkar honum fyrir þá mola sem hann lætur falla til hinna valdalausu. Þetta má sjá í þeim byggðum þar sem stórútgerðin hefur náð drottnunarstöðu. Sums staðar hefur fólk byggt íþróttahús með afli sameiginlegra sjóða sinna en þegar stórútgerðin leggur til fé svo klára megi að dúkleggja þá bresta bæjaryfirvöld í langar ræður um hvernig stórútgerðin hafi í raun gefið bæjarfélaginu húsið. Þegar stórútgerðin var bara að kaupa sér ódýra auglýsingu. Öllu er snúið á haus. Kúgarinn verður verndari, sá sem tekur verður sá sem gefur. Við þurfum ekki að hafa þetta svona Þetta kerfi, þessi sturlaði tilflutningur fjár, eigna, valda og auðlinda innan kvótakerfisins, er svona vegna þess að einhver bjó það til og vegna þess að við látum óréttlætið viðgangast. Og eins og þetta kerfi er mannana verk, sköpunarverk fársjúkrar valdastéttar sem þjónar aðeins þeim sem náð hafa undir sig eignum og auðlindum almennings, þá getum við allt eins búið til nýtt kerfi í kringum nýtingu fiskimiðanna sem þjónar almenningi en ekki aðeins örfáum óligörkum. Næstu sveitastjórnarkosningar ættu að snúast um þetta. Hvernig getum við losnað undan eituráhrifum stórútgerðanna og annarra stórfyrirtækja og byggt upp réttlátari samfélög? En til þess þurfum við að vakna af dáleiðslunni. Óligarkarnir skapa engin verðmæti, þeir eru blóðsugur og sníkjudýr, óværa á samfélaginu. Að fela þeim nýtingu á sameiginlegum auðlindum almennings, helstu stoðar sjávarbyggðanna, er sturlun, brjálsemi, sem stjórnmálastéttin lætur viðgangast þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Megir þú vakna sem fyrst. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst að stórútgerðin hefur stórskaðað byggð víða um land, keypt burt kvóta og atvinnutækifæri sjávarbyggða og skilið íbúana og samfélögin eftir í sárum. Þetta hafa stjórnvöld talið ásættanlegan fórnarkostnað svo auka mætti hagnað stærstu útgerðanna og þar með arð til eigenda; talið velsæld fáeinna auðkýfinga mikilvægari markmið en lífsafkomu alþýðunnar. Almenningur deilir ekki þessari afstöðu með stjórnvöldum. Aðeins 14 prósent landsmanna telja núverandi kvótakerfi gott. Það er mikill minnihluti. Einu sinni var spurt í skoðanakönnun hvort landsmenn vildu taka upp dauðarefsingar og þar sögðu 20% þátttakenda vera þessarar skoðunar, að ríkisvaldið ætti að drepa fólk. Stuðningur við kvótakerfið er enn meiri minnihlutaskoðun en stuðningur við dauðarefsingar. Munurinn er hins vegar sá að stjórnvöld þjóna þeim litla hópi sem er sáttur við kvótakerfið. Þetta er magnaður andskoti, en svona er þetta nú samt í okkar landi. Eyða líka byggð þar sem þau starfa En stórútgerðin drepur ekki aðeins byggð þar sem hún nær að sölsa undir sig kvóta heldur líka þar sem hún kemur sér fyrir, landar og rekur fiskvinnslu. Til að sýna fram á þetta skulum við bera saman hversu mikið íbúum þeirra byggða þar sem tíu stærstu útgerðirnar starfa hefur fjölgað eða fækkað í samanburði við landsmeðaltal. Í þessum samanburði fækkar íbúum þar sem fjölgunin er minni en landsmeðaltalið, ekki bara þar sem þeim fækkar í raun. Í tilefni komandi sveitastjórnarkosninga tökum við breytingar frá 2010 ril 2020, sem eru um það bil þrjú síðustu kjörtímabil. Brim starfar í Reykjavík þar sem íbúum hefur fækkað um 3,3% hlutfallslega í samanburði við mannfjölgun á landinu og á Vopnafirði þar sem íbúunum hefur fækkað um 15,7%. Samherji starfar á Dalvík þar sem hefur orðið 16,5% hlutfallsleg fækkun og á Akureyri þar sem fækkunin er 6,0%. Íbúum í Skagafirði, þar sem FISK hefur höfuðstöðvar hefur fækkað um 14,5% á þennan mælikvarða. Og íbúum Fjarðarbyggðar, þar sem Síldarvinnslan starfar, hefur fækkað um 8,5%. Þorbjörn er í Fjallabyggð þar sem íbúum hefur fækkað um 8,2%. Og í Vestmannaeyjum, þar sem Vinnslustöðin og Ísfélagið starfa, hefur orðið 8,7% hlutfallsleg fækkun á þessum fáu árum. Þetta er rosaleg hrörnun. Ástandið er skárra á Höfn í Hornafirði þar sem Skinney-Þinganes starfar, en þar er fólksfjölgun rétt aðeins undir landsmeðaltalinu. Og í Grindavík, heimabæ Þorbjarnar og Vísis, hefur íbúum fjölgað um 8,2% umfram landsmeðaltal. Reglan er sú að stórútgerðin styrkir ekki bæjarfélög, öfugt við það sem haldið er fram, heldur virkar hún lamandi á byggðirnar og dregur úr þeim afl svo þær missa stöðu í samanburði við aðrar byggðir. Jafnvel þegar við berum þróun í byggðum sem hafa misst kvóta saman við þær byggðir þar sem stórútgerðin hefur komið sér fyrir, er ekki hægt að sjá miklan mun. Það að fá stórútgerð er álíka högg fyrir byggðirnar og að missa frá sér kvótann. Auðmannadekur sveitastjórna Hvernig má það vera? Hrörnun byggða þar sem stórútgerðin drottnar yfir öllu er þekkt fyrirbrigði. Það má sjá þessa þróun í öðrum kompaní-bæjum um allan heim. Stór fyrirtæki eða ríkur karl kemur í bæinn og lofar að efla hann og styrkja, en í reynd er sveitarsjóði snúið frá almenningi að stórfyrirtækinu og ríka karlinum. Þeim er boðinn skattaafsláttur, það er látið athugasemdalaust þótt þeir svíkist um að greiða rétt hafnargjöld eða hlunnfari sjómenn, það eru byggðar fyrir þá bryggjur, vegir og aðstaða og í raun allt gert til að þjóna þeim. Eftir skamma stund er sveitarfélagið orðið að þjóni stórfyrirtækisins og undirlægju ríka karlsins. Sá sem sýgur til sín verðmæti úr samfélaginu er sagður sá sem býr til verðmætin. Og þessu er trúað þrátt fyrir að hið gagnstæða sé augljóst. Ástæða hrörnar Vestmannaeyja er að eigendur stórútgerðarinnar draga til sinn allan arð af veiðum og vinnslu Eyjamanna og flytja burt úr bæjarfélaginu. Þetta blasir við. Samt láta Eyjamenn eins og þetta fólk sé máttarstólpar bæjarins, fólkið sem nagar stoðirnar og veikja bæinn. Gaslýsing áróðurs-, fræði- og blaðamanna Þetta gerist í frétta- og umræðuhefð sem einkennist af gaslýsingu. Þegar bent er á eituráhrifin af stórútgerðinni mæta áróðursmaskínur útgerðarinnar og halda einhverju allt öðru fram, vel studdar af fjölmiðlum og fræðafólki. Því er haldið fram að almenningur skilji ekki bráðum fjörutíu ára reynslu sína af kvótakerfinu. Því er haldið fram að þrátt fyrir reynslu fólks af því að kvótakerfið sé slæmt sé það þvert á móti gott. Og raunar svo gott að gervöll heimsbyggðin horfi öfundaraugum til Íslands vegna kvótakerfisins. Þótt engum sögum fari af því að nokkur þjóð hafi viljað taka þetta kerfi upp. Í sjálfu sér mætti hlægja af þessu, ef ekki væri fyrir það að allir fjölmiðlar telja það skyldu sína að draga þetta áróðursfólk að borðinu í hvert sinn sem ræða á sjávarútveg. 14 prósentin fá ætíð tífaldan tíma til að reka áróður sinn á við þann tíma sem 86 prósentin fá til að leggja fram gagnrýni sína. Ef þú hugsar um hvaða fólk hefur rætt um kvótakerfið í íslenskum fjölmiðlum undanfarna áratugi; manstu eftir mörgum sjómönnum eða fiskvinnslufólki, fólki úr byggðum sem misst hafa kvóta eða fólki sem býr í bæjum sem stórútgerðin drottnar yfir og vill andmæla yfirráðum þeirra? Og ef þig minnir til að hafa heyrt þessar raddir, var það ekki svo að þá var þetta matreitt sem hálfgert óráðshjal, sem áróðursfólk útgerðarinnar var síðan fengið til að afrugla í löngu máli? Á Íslandi styðja margir fjölmiðlar núverandi kvótakerfi en enginn fjölmiðill er farvegur fyrir gagnrýni á kerfið. Allir telja þeir að stórútgerðin sjálf og áróðursmaskínur hennar, fólk sem flytur boðskap sem 14 prósent landsmanna fallast á, eigi að stjórna allri umræðu um sjávarútvegsmál á Íslandi. Stokkhólmseinkenni óligarkismans Þetta er staðan á samfélaginu okkar. Örfáir óligarkar, sem náð hafa undir sig auðlindum almennings, stjórna í raun umræðunni. Eins og Rússlandi er gagnrýni í sjálfu sér ekki bönnuð en hún er tamin og jaðarsett. Þú mátt kasta einhverju fram en þú færð engan vettvang til þess. Það er kannski í mesta lagi vitnað til gagnrýni þinnar í spurningu til áróðursfólks óligarkanna þegar þeim er veittur vettvangur til að flytja sitt mál Og líkingin við Rússland á mjög vel við. Traust almennings á yfirvöldum er svipað í þessum löndum. Ísland og Rússland eru lönd þar sem nýfrjálshyggjutíminn færði völd, eignir, fé og auðlindir þjóðanna úr almenningi til örfárra sem síðan hafa drottnað yfir samfélögunum. Í slíkum samfélögum, þar sem hinn sterki hefur afkomu fjöldans í hendi sér, gerist það að margt fólk fær dálæti á þeim sem eru í reynd að kúga það og skaða. Fólk hneigir sig fyrir kúgara sínum, þakkar honum fyrir þá mola sem hann lætur falla til hinna valdalausu. Þetta má sjá í þeim byggðum þar sem stórútgerðin hefur náð drottnunarstöðu. Sums staðar hefur fólk byggt íþróttahús með afli sameiginlegra sjóða sinna en þegar stórútgerðin leggur til fé svo klára megi að dúkleggja þá bresta bæjaryfirvöld í langar ræður um hvernig stórútgerðin hafi í raun gefið bæjarfélaginu húsið. Þegar stórútgerðin var bara að kaupa sér ódýra auglýsingu. Öllu er snúið á haus. Kúgarinn verður verndari, sá sem tekur verður sá sem gefur. Við þurfum ekki að hafa þetta svona Þetta kerfi, þessi sturlaði tilflutningur fjár, eigna, valda og auðlinda innan kvótakerfisins, er svona vegna þess að einhver bjó það til og vegna þess að við látum óréttlætið viðgangast. Og eins og þetta kerfi er mannana verk, sköpunarverk fársjúkrar valdastéttar sem þjónar aðeins þeim sem náð hafa undir sig eignum og auðlindum almennings, þá getum við allt eins búið til nýtt kerfi í kringum nýtingu fiskimiðanna sem þjónar almenningi en ekki aðeins örfáum óligörkum. Næstu sveitastjórnarkosningar ættu að snúast um þetta. Hvernig getum við losnað undan eituráhrifum stórútgerðanna og annarra stórfyrirtækja og byggt upp réttlátari samfélög? En til þess þurfum við að vakna af dáleiðslunni. Óligarkarnir skapa engin verðmæti, þeir eru blóðsugur og sníkjudýr, óværa á samfélaginu. Að fela þeim nýtingu á sameiginlegum auðlindum almennings, helstu stoðar sjávarbyggðanna, er sturlun, brjálsemi, sem stjórnmálastéttin lætur viðgangast þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Megir þú vakna sem fyrst. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun