Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Jóhanna E. Torfadóttir og Sigrún Daníelsdóttir skrifa 13. janúar 2022 12:01 Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. Það getur þó reynst varasamt og sýna rannsóknir að innan árs hafa flest bætt aftur á sig einum til tveimur þriðja hluta þyngdarinnar sem var tapað og eftir 5 ár eru flest komin aftur í sömu þyngd. Langtímarannsóknir sýna einnig að einn þriðji þeirra sem léttist var orðinn þyngri en þau voru áður en þau byrjuðu í átakinu. Þessar niðurstöður eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa komið endurtekið fram í rannsóknum um áratugaskeið og eru svo afgerandi að rannsakendur sem fóru yfir niðurstöður þyngdartapsrannsókna ályktuðu fyrir fimmtán árum síðan að óþarfi væri að halda áfram að rannsaka þessa nálgun þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að hún skilaði ekki árangri. Þyngdartapstilraunir enda yfirleitt í þyngdarsveiflum (e. weight cycling) og benda rannsóknir til þess að þær geti sjálfar verið skaðlegar heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram hjá þeim sem léttast og þyngjast ítrekað á víxl eru aukin andleg vanlíðan, tap á vöðvamassa, langvinnar bólgur í líkamanum, háþrýstingur og jafnvel aukin dánartíðni. Megrun eykur jafnframt líkur á þróun átraskana sem eru alvarlegar geðraskanir með margvíslegar og stundum varanlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það má því segja að frasinn sem oft er sagður þegar einhver vill léttast, að viðkomandi eigi bara að hreyfa sig meira og borða minna, geti beinlínis verið hættulegur heilsunni okkar. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við byrjum að hreyfa okkur meira en venjulega þá getur líka þurft að borða meira. Oft gerist það við aukna hreyfingu að við sækjum í hollara fæði. Það er auðvitað jákvætt og stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Rannsóknir sýna að hollari lífsvenjur bæta heilsuna óháð því hvort þyngdartap eigi sér stað eða ekki. Hvort sem við léttumst eða þyngjumst ætti því fókusinn að vera á lífsvenjurnar frekar en breytingar á vigtinni. Sömuleiðis er vert að hafa í huga tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta við góða heilsu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna að búa við öryggi, draga úr streitu, bæta svefn og auka félagslega virkni svo fátt eitt sé nefnt. Hér er gott að rifja upp fimm leiðir að vellíðan og geðorðin 10, ásamt ráðleggingum um mataræði og hreyfingu, sem finna má á vefsíðu embættis landlæknis. Höfum líka hugfast að stundum snúa áskoranir okkar að þáttum sem eru ekki á okkar færi að leysa og þá er mikilvægt að leita aðstoðar. Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknisSigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. Það getur þó reynst varasamt og sýna rannsóknir að innan árs hafa flest bætt aftur á sig einum til tveimur þriðja hluta þyngdarinnar sem var tapað og eftir 5 ár eru flest komin aftur í sömu þyngd. Langtímarannsóknir sýna einnig að einn þriðji þeirra sem léttist var orðinn þyngri en þau voru áður en þau byrjuðu í átakinu. Þessar niðurstöður eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa komið endurtekið fram í rannsóknum um áratugaskeið og eru svo afgerandi að rannsakendur sem fóru yfir niðurstöður þyngdartapsrannsókna ályktuðu fyrir fimmtán árum síðan að óþarfi væri að halda áfram að rannsaka þessa nálgun þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að hún skilaði ekki árangri. Þyngdartapstilraunir enda yfirleitt í þyngdarsveiflum (e. weight cycling) og benda rannsóknir til þess að þær geti sjálfar verið skaðlegar heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram hjá þeim sem léttast og þyngjast ítrekað á víxl eru aukin andleg vanlíðan, tap á vöðvamassa, langvinnar bólgur í líkamanum, háþrýstingur og jafnvel aukin dánartíðni. Megrun eykur jafnframt líkur á þróun átraskana sem eru alvarlegar geðraskanir með margvíslegar og stundum varanlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það má því segja að frasinn sem oft er sagður þegar einhver vill léttast, að viðkomandi eigi bara að hreyfa sig meira og borða minna, geti beinlínis verið hættulegur heilsunni okkar. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við byrjum að hreyfa okkur meira en venjulega þá getur líka þurft að borða meira. Oft gerist það við aukna hreyfingu að við sækjum í hollara fæði. Það er auðvitað jákvætt og stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Rannsóknir sýna að hollari lífsvenjur bæta heilsuna óháð því hvort þyngdartap eigi sér stað eða ekki. Hvort sem við léttumst eða þyngjumst ætti því fókusinn að vera á lífsvenjurnar frekar en breytingar á vigtinni. Sömuleiðis er vert að hafa í huga tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta við góða heilsu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna að búa við öryggi, draga úr streitu, bæta svefn og auka félagslega virkni svo fátt eitt sé nefnt. Hér er gott að rifja upp fimm leiðir að vellíðan og geðorðin 10, ásamt ráðleggingum um mataræði og hreyfingu, sem finna má á vefsíðu embættis landlæknis. Höfum líka hugfast að stundum snúa áskoranir okkar að þáttum sem eru ekki á okkar færi að leysa og þá er mikilvægt að leita aðstoðar. Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknisSigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun