Munið þið eftir kennaraverkfallinu 1995? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 20. janúar 2022 13:00 Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Kosningar 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar