Af hverju er þér illa við láglaunafólk, Friðrik? Flosi Eiríksson skrifar 25. janúar 2022 12:00 Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun