Fótbolti

Valdi Juventus frekar en ensku úr­vals­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dušan Vlahović er mættur til Juventus.
Dušan Vlahović er mættur til Juventus. Juventus

Sóknarmaðurinn Dušan Vlahović hefur samið við ítalska knattspyrnufélagið Juventus til ársins 2026. Hann mun klæðast treyju númer 7.

Vlahović hefur verið orðaður við urmul liða á Englandi en valdi á endanum að halda sig við Ítalíu.

Hinn 22 ára gamli Vlahović hefur farið mikinn með Fiorentina undanfarin misseri og stefndi í að fjöldi liða myndi berjast við að fá hann í sínar raðir í sumar. Juvventus ákvað að slá vopnin úr hendi samkeppnisaðila sinna og fjárfesta í serbneska framherjanum nú þegar.

Talið er að kaupverðið hljóði upp á 75 milljónir evra en það inniheldur einnig mögulegar bónusgreiðslur ef Vlahović stendur sig í Tórínó.

Vlahović hefur skorað 17 mörk og lagt upp 4 til viðbótar í aðeins 21 deildarleik á leiktíðinni. Þá hefur hann skorað 7 mörk í 14 landsleikjum fyrir Serbíu. Juventus vonast til að hann haldi uppteknum hætti og skjóti liðinu í Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×