Stóri draumurinn um meginlandið Stein Olav Romslo skrifar 5. febrúar 2022 16:01 Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun