Færri stefnur og fleiri aðgerðir í Reykjavík Þórdís Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2022 08:00 Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. En ef stefnum fylgir ekki tímarammi, forgangsröðun, aðgerðarlisti og skilgreind ábyrgð gera þær ekki gagn. Ég vil færri stefnur og vandaðri forgangsröðun og aðgerðir fyrir Reykjavíkurborg í þágu borgarbúa og atvinnulífs. Sköpum traust milli borgar og atvinnulífs Ég á samleið með stefnu og sterkum gildum Viðreisnar auk þess sem mér finnst markmið flokksins um jafnrétti, réttlátara samfélag, kröftugt efnahagslíf og ábyrga fjármálastjórnun í takt við það sem ég hef talað fyrir. Stefna Viðreisnar á brýnt erindi við borgina og ég tel mig réttu manneskjuna til að leiða þá stefnu og koma til framkvæmda. Það er til dæmis brýnt að efla traust á milli atvinnulífs og borgar og að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skilvirkari þjónustu. Mikilvægi þessa kemur glögglega fram í drögum að Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022-2030. Þar segir meðal annars að ein helsta áskorunin sé tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið. Velferð og atvinnulífi í þágu borgarinnar Velferð og atvinnulíf borgarinnar eru ekki andstæðir pólar heldur mikilvægir þættir góðs og heilbrigðs samfélags. Við þurfum nýja nálgun og umgjörð þannig að þessir þættir styðji hvor við annan. Ég hef reynslu af þannig verkefnum. Traust og gott atvinnulíf skapar verðmæti og einfaldar lífið. Öflugt atvinnulíf og velferð tengjast órjúfanlegum böndum. Borgin á að einbeita sér með markvissari og gegnsærri hætti að velferðarmálum. Ég vil fleiri aðgerðir borgarinnar í þágu velferðar og atvinnulífs. Heilbrigða umgjörð um fyrirtæki Við þurfum að skapa heilbrigða og umgjörð um starfsemi fyrirtækja í borginni og einfalda ferli leyfa og umsókna. Viðreisn hefur óskað eftir því á Alþingi með þingsályktunartillögu um að farið verði í mat á því hvaða atvinnurekstur opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem telst vera í samkeppni við einkaaðila sé nauðsynlegur til að þjóna sérstökum hagsmunum samfélagsins. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir því að ráðherra verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr þeim samkeppnisrekstri ríkisins sem ekki telst nauðsynlegur með tilliti til almannahagsmuna. Þetta þurfa sveitarfélög líka að gera. Góð atvinnustefna sveitarfélaga miðar að því að örva og efla sjálfstæð fyrirtæki, að verk séu unnin á gegnsæjan og hagkvæman hátt fyrir hið opinbera í gegnum vel skilgreind útboð. Ekki með því að stjórnsýslan þenjist út og dragi þar með þrótt út atvinnulífinu með því að sækja þaðan hæft starfsfólk. Góð atvinnustefna stuðlar þannig að hagkvæmni og skilvirkni fyrir hið opinbera og fyrir einkaaðila. Það þarf nýja nálgun í að leiða og stjórna borginni. Ég vil bretta upp ermar og vinna að því að koma hlutum í verk fyrir heimili og fyrirtæki í borginni. Ég óska eftir stuðningi þínum í fyrsta sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4.-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. En ef stefnum fylgir ekki tímarammi, forgangsröðun, aðgerðarlisti og skilgreind ábyrgð gera þær ekki gagn. Ég vil færri stefnur og vandaðri forgangsröðun og aðgerðir fyrir Reykjavíkurborg í þágu borgarbúa og atvinnulífs. Sköpum traust milli borgar og atvinnulífs Ég á samleið með stefnu og sterkum gildum Viðreisnar auk þess sem mér finnst markmið flokksins um jafnrétti, réttlátara samfélag, kröftugt efnahagslíf og ábyrga fjármálastjórnun í takt við það sem ég hef talað fyrir. Stefna Viðreisnar á brýnt erindi við borgina og ég tel mig réttu manneskjuna til að leiða þá stefnu og koma til framkvæmda. Það er til dæmis brýnt að efla traust á milli atvinnulífs og borgar og að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skilvirkari þjónustu. Mikilvægi þessa kemur glögglega fram í drögum að Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022-2030. Þar segir meðal annars að ein helsta áskorunin sé tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið. Velferð og atvinnulífi í þágu borgarinnar Velferð og atvinnulíf borgarinnar eru ekki andstæðir pólar heldur mikilvægir þættir góðs og heilbrigðs samfélags. Við þurfum nýja nálgun og umgjörð þannig að þessir þættir styðji hvor við annan. Ég hef reynslu af þannig verkefnum. Traust og gott atvinnulíf skapar verðmæti og einfaldar lífið. Öflugt atvinnulíf og velferð tengjast órjúfanlegum böndum. Borgin á að einbeita sér með markvissari og gegnsærri hætti að velferðarmálum. Ég vil fleiri aðgerðir borgarinnar í þágu velferðar og atvinnulífs. Heilbrigða umgjörð um fyrirtæki Við þurfum að skapa heilbrigða og umgjörð um starfsemi fyrirtækja í borginni og einfalda ferli leyfa og umsókna. Viðreisn hefur óskað eftir því á Alþingi með þingsályktunartillögu um að farið verði í mat á því hvaða atvinnurekstur opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem telst vera í samkeppni við einkaaðila sé nauðsynlegur til að þjóna sérstökum hagsmunum samfélagsins. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir því að ráðherra verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr þeim samkeppnisrekstri ríkisins sem ekki telst nauðsynlegur með tilliti til almannahagsmuna. Þetta þurfa sveitarfélög líka að gera. Góð atvinnustefna sveitarfélaga miðar að því að örva og efla sjálfstæð fyrirtæki, að verk séu unnin á gegnsæjan og hagkvæman hátt fyrir hið opinbera í gegnum vel skilgreind útboð. Ekki með því að stjórnsýslan þenjist út og dragi þar með þrótt út atvinnulífinu með því að sækja þaðan hæft starfsfólk. Góð atvinnustefna stuðlar þannig að hagkvæmni og skilvirkni fyrir hið opinbera og fyrir einkaaðila. Það þarf nýja nálgun í að leiða og stjórna borginni. Ég vil bretta upp ermar og vinna að því að koma hlutum í verk fyrir heimili og fyrirtæki í borginni. Ég óska eftir stuðningi þínum í fyrsta sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4.-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar