Færri stefnur og fleiri aðgerðir í Reykjavík Þórdís Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2022 08:00 Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. En ef stefnum fylgir ekki tímarammi, forgangsröðun, aðgerðarlisti og skilgreind ábyrgð gera þær ekki gagn. Ég vil færri stefnur og vandaðri forgangsröðun og aðgerðir fyrir Reykjavíkurborg í þágu borgarbúa og atvinnulífs. Sköpum traust milli borgar og atvinnulífs Ég á samleið með stefnu og sterkum gildum Viðreisnar auk þess sem mér finnst markmið flokksins um jafnrétti, réttlátara samfélag, kröftugt efnahagslíf og ábyrga fjármálastjórnun í takt við það sem ég hef talað fyrir. Stefna Viðreisnar á brýnt erindi við borgina og ég tel mig réttu manneskjuna til að leiða þá stefnu og koma til framkvæmda. Það er til dæmis brýnt að efla traust á milli atvinnulífs og borgar og að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skilvirkari þjónustu. Mikilvægi þessa kemur glögglega fram í drögum að Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022-2030. Þar segir meðal annars að ein helsta áskorunin sé tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið. Velferð og atvinnulífi í þágu borgarinnar Velferð og atvinnulíf borgarinnar eru ekki andstæðir pólar heldur mikilvægir þættir góðs og heilbrigðs samfélags. Við þurfum nýja nálgun og umgjörð þannig að þessir þættir styðji hvor við annan. Ég hef reynslu af þannig verkefnum. Traust og gott atvinnulíf skapar verðmæti og einfaldar lífið. Öflugt atvinnulíf og velferð tengjast órjúfanlegum böndum. Borgin á að einbeita sér með markvissari og gegnsærri hætti að velferðarmálum. Ég vil fleiri aðgerðir borgarinnar í þágu velferðar og atvinnulífs. Heilbrigða umgjörð um fyrirtæki Við þurfum að skapa heilbrigða og umgjörð um starfsemi fyrirtækja í borginni og einfalda ferli leyfa og umsókna. Viðreisn hefur óskað eftir því á Alþingi með þingsályktunartillögu um að farið verði í mat á því hvaða atvinnurekstur opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem telst vera í samkeppni við einkaaðila sé nauðsynlegur til að þjóna sérstökum hagsmunum samfélagsins. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir því að ráðherra verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr þeim samkeppnisrekstri ríkisins sem ekki telst nauðsynlegur með tilliti til almannahagsmuna. Þetta þurfa sveitarfélög líka að gera. Góð atvinnustefna sveitarfélaga miðar að því að örva og efla sjálfstæð fyrirtæki, að verk séu unnin á gegnsæjan og hagkvæman hátt fyrir hið opinbera í gegnum vel skilgreind útboð. Ekki með því að stjórnsýslan þenjist út og dragi þar með þrótt út atvinnulífinu með því að sækja þaðan hæft starfsfólk. Góð atvinnustefna stuðlar þannig að hagkvæmni og skilvirkni fyrir hið opinbera og fyrir einkaaðila. Það þarf nýja nálgun í að leiða og stjórna borginni. Ég vil bretta upp ermar og vinna að því að koma hlutum í verk fyrir heimili og fyrirtæki í borginni. Ég óska eftir stuðningi þínum í fyrsta sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4.-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. En ef stefnum fylgir ekki tímarammi, forgangsröðun, aðgerðarlisti og skilgreind ábyrgð gera þær ekki gagn. Ég vil færri stefnur og vandaðri forgangsröðun og aðgerðir fyrir Reykjavíkurborg í þágu borgarbúa og atvinnulífs. Sköpum traust milli borgar og atvinnulífs Ég á samleið með stefnu og sterkum gildum Viðreisnar auk þess sem mér finnst markmið flokksins um jafnrétti, réttlátara samfélag, kröftugt efnahagslíf og ábyrga fjármálastjórnun í takt við það sem ég hef talað fyrir. Stefna Viðreisnar á brýnt erindi við borgina og ég tel mig réttu manneskjuna til að leiða þá stefnu og koma til framkvæmda. Það er til dæmis brýnt að efla traust á milli atvinnulífs og borgar og að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skilvirkari þjónustu. Mikilvægi þessa kemur glögglega fram í drögum að Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022-2030. Þar segir meðal annars að ein helsta áskorunin sé tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið. Velferð og atvinnulífi í þágu borgarinnar Velferð og atvinnulíf borgarinnar eru ekki andstæðir pólar heldur mikilvægir þættir góðs og heilbrigðs samfélags. Við þurfum nýja nálgun og umgjörð þannig að þessir þættir styðji hvor við annan. Ég hef reynslu af þannig verkefnum. Traust og gott atvinnulíf skapar verðmæti og einfaldar lífið. Öflugt atvinnulíf og velferð tengjast órjúfanlegum böndum. Borgin á að einbeita sér með markvissari og gegnsærri hætti að velferðarmálum. Ég vil fleiri aðgerðir borgarinnar í þágu velferðar og atvinnulífs. Heilbrigða umgjörð um fyrirtæki Við þurfum að skapa heilbrigða og umgjörð um starfsemi fyrirtækja í borginni og einfalda ferli leyfa og umsókna. Viðreisn hefur óskað eftir því á Alþingi með þingsályktunartillögu um að farið verði í mat á því hvaða atvinnurekstur opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem telst vera í samkeppni við einkaaðila sé nauðsynlegur til að þjóna sérstökum hagsmunum samfélagsins. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir því að ráðherra verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr þeim samkeppnisrekstri ríkisins sem ekki telst nauðsynlegur með tilliti til almannahagsmuna. Þetta þurfa sveitarfélög líka að gera. Góð atvinnustefna sveitarfélaga miðar að því að örva og efla sjálfstæð fyrirtæki, að verk séu unnin á gegnsæjan og hagkvæman hátt fyrir hið opinbera í gegnum vel skilgreind útboð. Ekki með því að stjórnsýslan þenjist út og dragi þar með þrótt út atvinnulífinu með því að sækja þaðan hæft starfsfólk. Góð atvinnustefna stuðlar þannig að hagkvæmni og skilvirkni fyrir hið opinbera og fyrir einkaaðila. Það þarf nýja nálgun í að leiða og stjórna borginni. Ég vil bretta upp ermar og vinna að því að koma hlutum í verk fyrir heimili og fyrirtæki í borginni. Ég óska eftir stuðningi þínum í fyrsta sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4.-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun