Um langvinna verkjasjúkdóma og heilann Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun