Úkraínumenn á Íslandi Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar