Úkraínumenn á Íslandi Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun