Þrjúþúsund milljón ástæður Jón Kaldal skrifar 8. mars 2022 14:01 Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun