Eitt útilokar ekki annað Davíð Guðmundsson skrifar 16. mars 2022 06:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga. Sáttmálinn endurspeglar fjölbreytni í ferðamátum og sætir því talsverðri furðu hversu mikill styr hefur ríkt um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Við sem búum í austari hluta borgarinnar eigum þó ef til vill auðveldara en aðrir með að geta okkur til um af hverju ósættið stafar. Mörg okkar tengja nefnilega við að hafa upplifað okkur annars flokks þegar kemur að málefnum borgarinnar okkar. Mér reyndari stjórnmálaspekúlantar geta kannski útskýrt hvernig það þjónar hagsmunum kjörinna fulltrúa að skipa fólki í fylkingar og koma þeim kyrfilega fyrir í ákveðnum hólfum. Við sem stöndum utan við þennan veruleika eigum erfitt með að skilja hann. Reykvíkingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og flest okkar eru svo lánsöm að upplifa ólík æviskeið. Á langri ævi getur fólk lifað mörgum ólíkum lífsstílum. Bíllaus lífsstíll hentar vel á ákveðnum tímabilum en þegar fjölskyldulífið tekur yfir getur verið gott að eiga tvo bíla og stórt húsnæði. Svo þegar hægist um er hægt að breyta til. Allir borgarbúar eiga að upplifa sig jafn réttháa óháð lífsstíl, stöðu og aldri. Hverfin okkar hafa öll sína sérstöðu og eru öll frábær á sinn hátt. Við þurfum að styrkja þau og byggja upp samgöngukerfi sem tengir hverfi borgarinnar saman þannig að fólk búi við valfrelsi og geti á hagkvæman og skilvirkan hátt komist á milli staða óháð stöðu og stétt. Verkefnið er í grunninn einfalt en framkvæmdin hefur reynst núverandi meirihluta um megn. Það er ekki eðlilegt að rifist sé um hvort að rétt sé að þrífa götur eða byggja mislæg gatnamót þar sem umferðarteppur blasa við öllum sem vilja sjá og heyra. Rödd skynseminnar í þessum efnum er Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hún vill binda enda á nokkuð sem hún kallar menningarstríðið í borginni - þar sem ólíkum hópum er teflt upp á móti hver öðrum í samgöngumálum. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta alltaf og til frambúðar er bæði óraunhæf og leiðinleg. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja upp almenningssamgöngur um leið og tekið er tillit til þess að stærstur meirihluti fólks mun áfram fara ferða sinna á bíl. Pólitísk hugmyndafræði í lítilli borg á norðurhjara veraldar á ekki að vera á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Eitt útilokar ekki annað og í grunninn eru hagsmunir okkar Reykvíkinga þeir sömu. Fyrir þeim vil ég að sé barist og því mun ég kjósa Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga. Sáttmálinn endurspeglar fjölbreytni í ferðamátum og sætir því talsverðri furðu hversu mikill styr hefur ríkt um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Við sem búum í austari hluta borgarinnar eigum þó ef til vill auðveldara en aðrir með að geta okkur til um af hverju ósættið stafar. Mörg okkar tengja nefnilega við að hafa upplifað okkur annars flokks þegar kemur að málefnum borgarinnar okkar. Mér reyndari stjórnmálaspekúlantar geta kannski útskýrt hvernig það þjónar hagsmunum kjörinna fulltrúa að skipa fólki í fylkingar og koma þeim kyrfilega fyrir í ákveðnum hólfum. Við sem stöndum utan við þennan veruleika eigum erfitt með að skilja hann. Reykvíkingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og flest okkar eru svo lánsöm að upplifa ólík æviskeið. Á langri ævi getur fólk lifað mörgum ólíkum lífsstílum. Bíllaus lífsstíll hentar vel á ákveðnum tímabilum en þegar fjölskyldulífið tekur yfir getur verið gott að eiga tvo bíla og stórt húsnæði. Svo þegar hægist um er hægt að breyta til. Allir borgarbúar eiga að upplifa sig jafn réttháa óháð lífsstíl, stöðu og aldri. Hverfin okkar hafa öll sína sérstöðu og eru öll frábær á sinn hátt. Við þurfum að styrkja þau og byggja upp samgöngukerfi sem tengir hverfi borgarinnar saman þannig að fólk búi við valfrelsi og geti á hagkvæman og skilvirkan hátt komist á milli staða óháð stöðu og stétt. Verkefnið er í grunninn einfalt en framkvæmdin hefur reynst núverandi meirihluta um megn. Það er ekki eðlilegt að rifist sé um hvort að rétt sé að þrífa götur eða byggja mislæg gatnamót þar sem umferðarteppur blasa við öllum sem vilja sjá og heyra. Rödd skynseminnar í þessum efnum er Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hún vill binda enda á nokkuð sem hún kallar menningarstríðið í borginni - þar sem ólíkum hópum er teflt upp á móti hver öðrum í samgöngumálum. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta alltaf og til frambúðar er bæði óraunhæf og leiðinleg. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja upp almenningssamgöngur um leið og tekið er tillit til þess að stærstur meirihluti fólks mun áfram fara ferða sinna á bíl. Pólitísk hugmyndafræði í lítilli borg á norðurhjara veraldar á ekki að vera á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Eitt útilokar ekki annað og í grunninn eru hagsmunir okkar Reykvíkinga þeir sömu. Fyrir þeim vil ég að sé barist og því mun ég kjósa Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er lögmaður.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun