Kópavogur-Kharkiv Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 21. mars 2022 11:31 Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis. Vinabæir í Úkraínu Við, herlaus friðelskandi þjóð, eigum kannski erfitt með að skilja hverjum dettur í hug að leysa vandamál sín með því að skjóta á nágrannann, en það er sá raunveruleiki sem árásarliðið reynir að selja heiminum. En við verðum að bregðast við. Með þeim hætti sem við kunnum og getum. Við getum opnað dyr fyrir flóttafólk, tekið á móti því. Við getum tekið upp samskipti við úkraínskar borgir og bæi, gert þær að vinabæjum okkar hér á Íslandi. Þannig getur Kópavogur komið á samskiptum við næst stærstu borgina í Úkraínu, Kharkiv, og önnur sveitarfélög boðið sambærileg samskipti við aðrar borgir og bæi. Sendum skýr skilaboð Við getum ekki tekið á móti öllum íbúum Úkraínu, en við getum búið til pláss fyrir þau í hugum okkar, með samskiptum og hvatningu, fjárstuðningi og annarri aðstoð. Þannig færum við þau nær okkur, og setjum okkur þau verkefni að láta þau okkur varða með beinum hætti. Við eigum líka að taka á móti fólki frá Úkraínu og það á að vera metnaður sveitarfélaganna að gera það vel. Þannig sendum við skýr skilaboð til Úkraínu og alls heimsins að okkur er ekki sama og að við viljum gera það sem við getum til að hjálpa. Höfundur er læknir og skipar 1.sæti á lista VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis. Vinabæir í Úkraínu Við, herlaus friðelskandi þjóð, eigum kannski erfitt með að skilja hverjum dettur í hug að leysa vandamál sín með því að skjóta á nágrannann, en það er sá raunveruleiki sem árásarliðið reynir að selja heiminum. En við verðum að bregðast við. Með þeim hætti sem við kunnum og getum. Við getum opnað dyr fyrir flóttafólk, tekið á móti því. Við getum tekið upp samskipti við úkraínskar borgir og bæi, gert þær að vinabæjum okkar hér á Íslandi. Þannig getur Kópavogur komið á samskiptum við næst stærstu borgina í Úkraínu, Kharkiv, og önnur sveitarfélög boðið sambærileg samskipti við aðrar borgir og bæi. Sendum skýr skilaboð Við getum ekki tekið á móti öllum íbúum Úkraínu, en við getum búið til pláss fyrir þau í hugum okkar, með samskiptum og hvatningu, fjárstuðningi og annarri aðstoð. Þannig færum við þau nær okkur, og setjum okkur þau verkefni að láta þau okkur varða með beinum hætti. Við eigum líka að taka á móti fólki frá Úkraínu og það á að vera metnaður sveitarfélaganna að gera það vel. Þannig sendum við skýr skilaboð til Úkraínu og alls heimsins að okkur er ekki sama og að við viljum gera það sem við getum til að hjálpa. Höfundur er læknir og skipar 1.sæti á lista VG í Kópavogi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar