Gildismat vísinda Rakel Anna Boulter skrifar 24. mars 2022 12:00 Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun