Sveitarfélögin eiga að vera jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 28. mars 2022 07:30 Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun