Fótbolti

Milan á toppinn eftir markalaust jafntefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zlatan Ibrahimović kom inn af bekknum og var með læti. Honum tókst þó ekki að skora.
Zlatan Ibrahimović kom inn af bekknum og var með læti. Honum tókst þó ekki að skora. Jonathan Moscrop/Getty Images

AC Milan er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir markalaust jafntefli við Bologna í kvöld.

Segja má að Milan hafi misstigið sig þó svo að liðið sé komið á topp Serie A. Sigur og liðið væri með þriggja stiga forystu á Napoli og sex stig á nágranna sína í Inter sem eiga leik til góða.

Milan tókst hins vegar ekki að nýta sér tölfræðilega yfirburði sína í kvöld en liðið átti alls 230 skot í leiknum. Allt kom þó fyrir ekki og leiknum lauk með 0-0 jafntefli.

Milan er á toppi Serie A með 67 stig eftir 31 leik. Napoli kemur þar á eftir með 66, Inter með 63 og svo Juventus með 59.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×