Kjósum oftar í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun