Frístundir, fyrir öll börn! Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. apríl 2022 11:00 Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni. Þess má geta að frístundir geta verið margvíslegar, þar með talið hvers konar íþróttir, tónlistariðkun og ýmislegt fleira. Það er því mikilvægt að við sem samfélag stuðlum að því með myndarlegum hætti, eins og gert er með frístundastyrk sveitarfélagsins. Allir eiga að sitja við sama borð Það er okkur í Áfram Árborg mikið kappsmál að allir sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Með frístundastyrknum hafa fleiri[ARV1] tök á því að vera í hvers konar frístundum heldur en ef hann væri ekki til staðar. Það er samt sem áður áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frístundastyrkurinn er ekki veittur nema frá fimm ára aldri. Við erum því í raun að mismuna börnum vegna aldurs. Börn á aldrinum 0-4 ára hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri til frístundaiðkunar og hin eldri. Það er afar mikilvægt fyrir félags- og hreyfiþroska barna að geta tekið þátt í frístundastarfi af einhverju tagi en mýmörg tækifæri eru til þess innan Árborgar hafi heimilið efni á því að senda börn sín á slík námskeið. Með því að veita öllum börnum frístundastyrk mætti auka þátttökuna og um leið greiða götu barnafjölskyldna til að taka þátt í einhverskonar frístundastarfi frá fæðingu barns. Allt sem fylgir Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að frístundum fylgir meira en bara æfingagjöld. Það eru búningar, hljóðfæri, keppnisferðir og margt fleira sem frístundastyrkurinn hreinlega nær ekki yfir. Ef við viljum búa til samfélag sem allir hafa jöfn tækifæri er þetta mál sem þarf einnig að skoða alvarlega. Mögulega mætti leysa það með einhverskonar auka frístundastyrk til efnaminni heimila eða styrk til íþróttafélaganna sem væri eyrnamerktur til búningakaupa. Hvernig það yrði framkvæmt verður kannski ekki leyst hér og nú en það er umræðunnar virði og ljóst að þarna þarf að finna lausnir. Framtíðin er núna Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ávinningur af því fyrir samfélagið að gefa börnum jöfn tækifæri og hugsa um hag barnafjölskyldna. Með því getum við mögulega komið í veg fyrir ýmis vandkvæði síðar. Það er mikilvægt að efla seiglu, styðja við félagslegan þroska og mikilvægast er að sýna það og sanna að öll eigum við sama réttinn til þátttöku í samfélaginu. Þess vegna teljum við í Áfram Árborg mikilvægt að byrja að veita frístundastyrk til barna um leið og þau fæðast og til 18 ára aldurs. Við sem samfélag eigum ekki að hindra leiðir að þátttöku heldur eigum við að efla þær. Höfundur skipar 3. sæti Áfram Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Börn og uppeldi Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni. Þess má geta að frístundir geta verið margvíslegar, þar með talið hvers konar íþróttir, tónlistariðkun og ýmislegt fleira. Það er því mikilvægt að við sem samfélag stuðlum að því með myndarlegum hætti, eins og gert er með frístundastyrk sveitarfélagsins. Allir eiga að sitja við sama borð Það er okkur í Áfram Árborg mikið kappsmál að allir sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Með frístundastyrknum hafa fleiri[ARV1] tök á því að vera í hvers konar frístundum heldur en ef hann væri ekki til staðar. Það er samt sem áður áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frístundastyrkurinn er ekki veittur nema frá fimm ára aldri. Við erum því í raun að mismuna börnum vegna aldurs. Börn á aldrinum 0-4 ára hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri til frístundaiðkunar og hin eldri. Það er afar mikilvægt fyrir félags- og hreyfiþroska barna að geta tekið þátt í frístundastarfi af einhverju tagi en mýmörg tækifæri eru til þess innan Árborgar hafi heimilið efni á því að senda börn sín á slík námskeið. Með því að veita öllum börnum frístundastyrk mætti auka þátttökuna og um leið greiða götu barnafjölskyldna til að taka þátt í einhverskonar frístundastarfi frá fæðingu barns. Allt sem fylgir Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að frístundum fylgir meira en bara æfingagjöld. Það eru búningar, hljóðfæri, keppnisferðir og margt fleira sem frístundastyrkurinn hreinlega nær ekki yfir. Ef við viljum búa til samfélag sem allir hafa jöfn tækifæri er þetta mál sem þarf einnig að skoða alvarlega. Mögulega mætti leysa það með einhverskonar auka frístundastyrk til efnaminni heimila eða styrk til íþróttafélaganna sem væri eyrnamerktur til búningakaupa. Hvernig það yrði framkvæmt verður kannski ekki leyst hér og nú en það er umræðunnar virði og ljóst að þarna þarf að finna lausnir. Framtíðin er núna Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ávinningur af því fyrir samfélagið að gefa börnum jöfn tækifæri og hugsa um hag barnafjölskyldna. Með því getum við mögulega komið í veg fyrir ýmis vandkvæði síðar. Það er mikilvægt að efla seiglu, styðja við félagslegan þroska og mikilvægast er að sýna það og sanna að öll eigum við sama réttinn til þátttöku í samfélaginu. Þess vegna teljum við í Áfram Árborg mikilvægt að byrja að veita frístundastyrk til barna um leið og þau fæðast og til 18 ára aldurs. Við sem samfélag eigum ekki að hindra leiðir að þátttöku heldur eigum við að efla þær. Höfundur skipar 3. sæti Áfram Árborg.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun