Hafnarfjörður – „Fegurri en fegursti fjörður í Kraganum“ Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. apríl 2022 00:02 Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Sjá meira
Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun