Hafnarfjörður – „Fegurri en fegursti fjörður í Kraganum“ Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. apríl 2022 00:02 Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun