Vellíðan barna er ekki meðaltal Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifar 22. apríl 2022 11:31 Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. Það er eitt að bera ábyrgð sem foreldri en þegar kemur að skólagöngu barnanna okkar þá leggjum við fullt traust á samstarf við skólakerfið. Við treystum því að börnin okkar fái þá umhyggju, stuðning og menntun sem þau hafa þörf fyrir og eiga rétt á. Á sama tíma og gerum við þær væntingar að fjölskyldu okkar sé mætt af skilningi. Ábyrgð sveitarfélaga Í flestum tilvikum er traust okkar byggt á stöðugum grunni. Því miður er það þó ekki alltaf svo. Það er þó ekki við kennara að sakast því ég gef mér það að enginn kennari fari inn í daginn í þeim tilgangi að mismuna eða mæta ekki þörfum allra barnanna sem eru í þeirra umsjá og á þeirra ábyrgð. Ábyrgðin er sveitarfélaganna. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sjá til þess að starfsumhverfið sé í stakk búið að mæta þörfum allra barna. Eins sorglegt og það er þá virðist oftast halla á þau börn sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa - börn sem glíma við fötlun, námsörðugleika og/eða eru með greiningar líkt og lesblindu, ADHD, einhverfu, asperger eða aðrar greiningar. Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika og/eða fötlunar, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi, samkvæmt grunnskólalögum. En hver fylgir því eftir að þessum lögum sé framfylgt? Hver leggur mat á hvað telst viðunandi stuðningur? Hver styður við þá foreldra sem þurfa að berjast við kerfið til að berjast fyrir tilverurétti barnanna sinna? Hver grípur þau börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa sannarlega á að halda? Hver grípur þau börn sem upplifa sig jafnvel ekki þess verðug? Nær öll börn er ekki nóg Í Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar 2021 kemur fram túlkun á könnunum á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ. Þar segir að kannanir sýni að börnum og ungmennum líði „almennt vel“ og að „nær öll“ börn og ungmenni séu jákvæð í námi og leik. En hvað þýðir það að börnum líði „almennt vel“ og að „nær öll börn“ taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi? Eru það 99% allra barna í Garðabæ eða jafnvel minna? Það er af fenginn reynslu sem ég brenn fyrir velferð barna og að stutt sé við þau börn sem passa ekki inn í það norm sem menntakerfið hefur sniðið þeim. Sjálf er ég týpískur ADHD einstaklingur sem lenti á flestum þeim veggjum sem hægt er að lenda á í gegnum skólagönguna mína. Það var því þyngra en tárum taki að upplifa börnin mín lenda á sömu veggjum í gegnum sína skólagöngu hér í Garðabænum okkar. Því miður hafa margir foreldrar svipaðar sögur að segja þrátt fyrir að hér séu öflugir skólar með metnaðarfullum kennurum. Foreldrum sem hafa þurft að berjast við kerfið gagnast ekkert að lesa um að „nær öll börn“ eða að börnum líði „almennt vel“ í Garðabæ. Ef kerfið bregst þá ætti það ekki að krefjast baráttu af hálfu foreldra. Foreldrarnir eru sjálfir að miklum líkindum komnir út í horn og andlega bugaðir við að reyna að hjálpa barninu sínu. Kerfið á að virka. Kerfið á að grípa einstaklingana og foreldrana. Einstaklingarnir eiga ekki að grípa kerfið. Fögnum fjölbreytileikanum – Gerum betur Við erum ekki öll eins. Við þurfum ekki öll að vera eins og við eigum ekki öll að vera eins. Enda hvað er eins? Fjölbreytileikinn er það sem gerir samfélögin betri og við ættum að fagna honum í stað þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Við eigum að styðja við einstaklinga í mótun eins og hentar þeim hvað best. Sagan sýnir einnig að það eru jú þeir einstaklingar sem passa ekki inn í fyrrgreindan kassa, sem oft á tíðum skara fram úr í sköpun og frjórri hugsun. Það einmitt það sem samfélag okkar allra nærist á. Við í Viðreisn viljum gera betur. Við viljum styðja við skólana okkar og mannauð þess. Við viljum byggja upp það umhverfi sem mætir þörfum allra barna okkar og byggir upp það kerfi sem við foreldrar getum unnið með í þeirra þágu og þeirra framtíð. Punktur! Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. Það er eitt að bera ábyrgð sem foreldri en þegar kemur að skólagöngu barnanna okkar þá leggjum við fullt traust á samstarf við skólakerfið. Við treystum því að börnin okkar fái þá umhyggju, stuðning og menntun sem þau hafa þörf fyrir og eiga rétt á. Á sama tíma og gerum við þær væntingar að fjölskyldu okkar sé mætt af skilningi. Ábyrgð sveitarfélaga Í flestum tilvikum er traust okkar byggt á stöðugum grunni. Því miður er það þó ekki alltaf svo. Það er þó ekki við kennara að sakast því ég gef mér það að enginn kennari fari inn í daginn í þeim tilgangi að mismuna eða mæta ekki þörfum allra barnanna sem eru í þeirra umsjá og á þeirra ábyrgð. Ábyrgðin er sveitarfélaganna. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sjá til þess að starfsumhverfið sé í stakk búið að mæta þörfum allra barna. Eins sorglegt og það er þá virðist oftast halla á þau börn sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa - börn sem glíma við fötlun, námsörðugleika og/eða eru með greiningar líkt og lesblindu, ADHD, einhverfu, asperger eða aðrar greiningar. Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika og/eða fötlunar, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi, samkvæmt grunnskólalögum. En hver fylgir því eftir að þessum lögum sé framfylgt? Hver leggur mat á hvað telst viðunandi stuðningur? Hver styður við þá foreldra sem þurfa að berjast við kerfið til að berjast fyrir tilverurétti barnanna sinna? Hver grípur þau börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa sannarlega á að halda? Hver grípur þau börn sem upplifa sig jafnvel ekki þess verðug? Nær öll börn er ekki nóg Í Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar 2021 kemur fram túlkun á könnunum á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ. Þar segir að kannanir sýni að börnum og ungmennum líði „almennt vel“ og að „nær öll“ börn og ungmenni séu jákvæð í námi og leik. En hvað þýðir það að börnum líði „almennt vel“ og að „nær öll börn“ taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi? Eru það 99% allra barna í Garðabæ eða jafnvel minna? Það er af fenginn reynslu sem ég brenn fyrir velferð barna og að stutt sé við þau börn sem passa ekki inn í það norm sem menntakerfið hefur sniðið þeim. Sjálf er ég týpískur ADHD einstaklingur sem lenti á flestum þeim veggjum sem hægt er að lenda á í gegnum skólagönguna mína. Það var því þyngra en tárum taki að upplifa börnin mín lenda á sömu veggjum í gegnum sína skólagöngu hér í Garðabænum okkar. Því miður hafa margir foreldrar svipaðar sögur að segja þrátt fyrir að hér séu öflugir skólar með metnaðarfullum kennurum. Foreldrum sem hafa þurft að berjast við kerfið gagnast ekkert að lesa um að „nær öll börn“ eða að börnum líði „almennt vel“ í Garðabæ. Ef kerfið bregst þá ætti það ekki að krefjast baráttu af hálfu foreldra. Foreldrarnir eru sjálfir að miklum líkindum komnir út í horn og andlega bugaðir við að reyna að hjálpa barninu sínu. Kerfið á að virka. Kerfið á að grípa einstaklingana og foreldrana. Einstaklingarnir eiga ekki að grípa kerfið. Fögnum fjölbreytileikanum – Gerum betur Við erum ekki öll eins. Við þurfum ekki öll að vera eins og við eigum ekki öll að vera eins. Enda hvað er eins? Fjölbreytileikinn er það sem gerir samfélögin betri og við ættum að fagna honum í stað þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Við eigum að styðja við einstaklinga í mótun eins og hentar þeim hvað best. Sagan sýnir einnig að það eru jú þeir einstaklingar sem passa ekki inn í fyrrgreindan kassa, sem oft á tíðum skara fram úr í sköpun og frjórri hugsun. Það einmitt það sem samfélag okkar allra nærist á. Við í Viðreisn viljum gera betur. Við viljum styðja við skólana okkar og mannauð þess. Við viljum byggja upp það umhverfi sem mætir þörfum allra barna okkar og byggir upp það kerfi sem við foreldrar getum unnið með í þeirra þágu og þeirra framtíð. Punktur! Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar