Foreldrar hafðir að fíflum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 27. apríl 2022 07:00 Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar