Tafir og töpuð tækifæri Jón Skafti Gestsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar