Hafnarfjörður í forystu í aukinni umhverfisvernd Helga Björg Loftsdóttir skrifar 28. apríl 2022 00:01 Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun