Kex fyrir alla! Elías Tjörvi Halldórsson skrifar 28. apríl 2022 13:00 Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hornafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun