Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2022 09:31 Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun