Hafnarfjörður er kranafjörður Orri Björnsson skrifar 30. apríl 2022 00:01 Það er spennandi og gaman að fylgjast með þeim gríðarlega krafti sem er í uppbyggingu Hafnarfjarðar þessi misserin. Nýjar íbúðir þjóta upp og íbúum fjölgar dag frá degi. Í dag eru á annað þúsund íbúðir í byggingu og búið að úthluta lóðum undir meira en tvö þúsund til viðbótar. Spennandi þróunarsvæði fara fljótlega í gang á Hrauni vestur og á hafnarsvæðinu. Byggingarkrönum fjölgar stöðugt og í dag eru meira en 15% af öllum skráðum krönum landsins staðsettir í Hafnarfirði. Það skiptir máli hverjir stjórna Þegar mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins stendur yfir er gríðarlega mikilvægt að vel sé haldið á spilunum og góð stjórn sé jafnt á framkvæmdum sem fjármálum bæjarfélagsins. Síðustu tvö kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta og okkur hefur gengið vel. Skuldir hafa lækkað, framkvæmdir hafa verið miklar og markvissar og hið mikla uppbyggingarskeið, sem nú er hafið, hefur verið undirbúið gaumgæfilega. Við Sjálfstæðismenn sækjumst nú eftir umboði til að sitja áfram við stjórnvölinn og sigla þessari miklu stækkun bæjarfélagsins í örugga höfn. Það er mikið undir og óumræðilega mikilvægt að vel takist til. Fögnum nýjum Hafnfirðingum Á næstu 4-5 árum mun Hafnfirðingum fjölga um fjórðung og þá skiptir máli að þjónusta og umhverfi fylgi með og að okkar nýju samborgurum líði vel frá fyrsta degi. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn og mun beita sér af alefli til að svo megi verða. Góðir skólar, snyrtilegt umhverfi, greiðar samgöngur og öflugt samfélag er það sem fólk sækir í. Allt þetta er til staðar og við viljum halda áfram með bæjarbúum að gera það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er spennandi og gaman að fylgjast með þeim gríðarlega krafti sem er í uppbyggingu Hafnarfjarðar þessi misserin. Nýjar íbúðir þjóta upp og íbúum fjölgar dag frá degi. Í dag eru á annað þúsund íbúðir í byggingu og búið að úthluta lóðum undir meira en tvö þúsund til viðbótar. Spennandi þróunarsvæði fara fljótlega í gang á Hrauni vestur og á hafnarsvæðinu. Byggingarkrönum fjölgar stöðugt og í dag eru meira en 15% af öllum skráðum krönum landsins staðsettir í Hafnarfirði. Það skiptir máli hverjir stjórna Þegar mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins stendur yfir er gríðarlega mikilvægt að vel sé haldið á spilunum og góð stjórn sé jafnt á framkvæmdum sem fjármálum bæjarfélagsins. Síðustu tvö kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta og okkur hefur gengið vel. Skuldir hafa lækkað, framkvæmdir hafa verið miklar og markvissar og hið mikla uppbyggingarskeið, sem nú er hafið, hefur verið undirbúið gaumgæfilega. Við Sjálfstæðismenn sækjumst nú eftir umboði til að sitja áfram við stjórnvölinn og sigla þessari miklu stækkun bæjarfélagsins í örugga höfn. Það er mikið undir og óumræðilega mikilvægt að vel takist til. Fögnum nýjum Hafnfirðingum Á næstu 4-5 árum mun Hafnfirðingum fjölga um fjórðung og þá skiptir máli að þjónusta og umhverfi fylgi með og að okkar nýju samborgurum líði vel frá fyrsta degi. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn og mun beita sér af alefli til að svo megi verða. Góðir skólar, snyrtilegt umhverfi, greiðar samgöngur og öflugt samfélag er það sem fólk sækir í. Allt þetta er til staðar og við viljum halda áfram með bæjarbúum að gera það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun