Garðabær fyrir unga fólkið Margrét Bjarnadóttir og Hrannar Bragi Eyjólfsson skrifa 5. maí 2022 15:00 Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ viljum halda áfram á þeirri braut að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign hér í Garðabæ, festa hér rætur og stofna fjölskyldur í barnvænu og lifandi samfélagi. Fjölskylduvænt samfélag Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjóla um stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsu félaganna í bænum. Höldum Garðbæingum í Garðabæ Það er okkur hjartans mál að Garðabær verði enn á ný raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum af öllum gerðum sem henta mismunandi fjölskyldueiningum. Það gekk vel í Urriðaholti þar sem heillandi og blönduð byggð hefur risið. Samgangur eldri og yngri íbúa hverfisins er þar sjálfsagður hlutur daglegs lífs og verslanir og þjónusta hefur sett fallegan blæ á hverfið. Með þá hugsun í farteskinu skipuleggjum við ný hverfi, eins og í Vetrarmýri og Hnoðraholti. Framúrskarandi leikskólar Leikskólastarf í Garðabæ er rómað og það er ekki af ástæðulausu. Starfsfólkið okkar í leikskólunum er framúrskarandi og við þurfum að halda áfram að hlúa að því og þróa starfsumhverfið í samráði við það. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í þá stefnu að tryggja 12 mánaða börnum pláss á leikskólum bæjarins. Það var kerfið sem við byggðum upp og okkar metnaður er að viðhalda. Mikil fjölgun á meðal ungs fólks með börn á leikskólaaldri í Urriðaholti kom vissulega á óvart, en fjöldi þeirra gekk þvert á allar spár. Börn í Garðabæ hafa þó áfram fengið pláss á leikskóla fyrr en í nágrannasveitarfélögunum og með boðuðum aðgerðum verður 12 mánaða markinu náð að nýju síðar á árinu. Nýr átta deilda leikskóli, Mánahvoll, hefur risið og annar nýr sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn mun taka til starfa í Urriðaholti haustið 2022. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið á tekjutengdum afslætti og systkinaafslætti af leikskólagjöldum, en það var gert til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna. Íþróttabærinn Garðabær Garðabær er þekktur fyrir frábært og framsækið íþróttastarf. Frjálsu félögin okkar eru með þeim öflugustu á landinu og það er bæjarins að stuðla að því að íþróttastarfið verði hér sem allra best. Það er gert með uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum, góðum og öruggum tengingum í formi hjóla- og göngustíga við íþróttasvæðin okkar, en líka með góðu skipulagi hvatapeninga. Við þurfum líka að mæta börnum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi. Bærinn verður að halda utan um þessi börn og finna þeim farveg til aukinnar lífsgleði og hamingju. Framsækin framtíðarsýn fyrir Garðabæ! Við leggjum þessa framsæknu framtíðarsýn þar sem byggt er á því sem vel hefur gert í fortíðinni undir þig, kjósandi góður, og hvetjum þig til að setja X við D, 14. maí næstkomandi. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ viljum halda áfram á þeirri braut að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign hér í Garðabæ, festa hér rætur og stofna fjölskyldur í barnvænu og lifandi samfélagi. Fjölskylduvænt samfélag Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjóla um stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsu félaganna í bænum. Höldum Garðbæingum í Garðabæ Það er okkur hjartans mál að Garðabær verði enn á ný raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum af öllum gerðum sem henta mismunandi fjölskyldueiningum. Það gekk vel í Urriðaholti þar sem heillandi og blönduð byggð hefur risið. Samgangur eldri og yngri íbúa hverfisins er þar sjálfsagður hlutur daglegs lífs og verslanir og þjónusta hefur sett fallegan blæ á hverfið. Með þá hugsun í farteskinu skipuleggjum við ný hverfi, eins og í Vetrarmýri og Hnoðraholti. Framúrskarandi leikskólar Leikskólastarf í Garðabæ er rómað og það er ekki af ástæðulausu. Starfsfólkið okkar í leikskólunum er framúrskarandi og við þurfum að halda áfram að hlúa að því og þróa starfsumhverfið í samráði við það. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í þá stefnu að tryggja 12 mánaða börnum pláss á leikskólum bæjarins. Það var kerfið sem við byggðum upp og okkar metnaður er að viðhalda. Mikil fjölgun á meðal ungs fólks með börn á leikskólaaldri í Urriðaholti kom vissulega á óvart, en fjöldi þeirra gekk þvert á allar spár. Börn í Garðabæ hafa þó áfram fengið pláss á leikskóla fyrr en í nágrannasveitarfélögunum og með boðuðum aðgerðum verður 12 mánaða markinu náð að nýju síðar á árinu. Nýr átta deilda leikskóli, Mánahvoll, hefur risið og annar nýr sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn mun taka til starfa í Urriðaholti haustið 2022. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið á tekjutengdum afslætti og systkinaafslætti af leikskólagjöldum, en það var gert til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna. Íþróttabærinn Garðabær Garðabær er þekktur fyrir frábært og framsækið íþróttastarf. Frjálsu félögin okkar eru með þeim öflugustu á landinu og það er bæjarins að stuðla að því að íþróttastarfið verði hér sem allra best. Það er gert með uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum, góðum og öruggum tengingum í formi hjóla- og göngustíga við íþróttasvæðin okkar, en líka með góðu skipulagi hvatapeninga. Við þurfum líka að mæta börnum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi. Bærinn verður að halda utan um þessi börn og finna þeim farveg til aukinnar lífsgleði og hamingju. Framsækin framtíðarsýn fyrir Garðabæ! Við leggjum þessa framsæknu framtíðarsýn þar sem byggt er á því sem vel hefur gert í fortíðinni undir þig, kjósandi góður, og hvetjum þig til að setja X við D, 14. maí næstkomandi. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun