Kosningar í sýndarveruleika Anna Lára Steindal skrifar 6. maí 2022 19:01 Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið annalara@throskahjalp.is til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið annalara@throskahjalp.is til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun