Geta börn látið draumana rætast í ónýtum skólabyggingum? Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. maí 2022 21:30 Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Þorvaldur Daníelsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun