Skoðun

Lýð­ræði, mann­auður og bæjar­skrif­stofan í Fjarða­byggð

Jóhanna Sigfúsdóttir og Kristinn Þór Jónasson skrifa

Með kröftugt málefnastarf að vopni leggjum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð áherslu bætt og lýðræðislegra samfélag. Við fullyrðum að ein af grunnstoðum íbúalýðræðis sé upplýsingaflæði og virkt samráð við íbúa. Við höfum talað fyrir mikilvægiaukins gagnsæis í rekstri og ákvarðanatöku. Í því samhengi er mikið hagræði í að nýta framþróun á sviði upplýsingatækni.

Fjarðabyggð er vaxandi fjölkjarnasveitarfélag. Sú fjölbreytni sem liggur í byggðakjörnunum sjö er styrkur sveitarfélagsins. Þörf er á að efla markaðsstarf sveitarfélagsins og kynna það fyrir mögulegum íbúum, landsmönnum, fjárfestum og hagaðilum. En fjölbreytnin er víða: Innflytjendur og nýir íbúar auðga menningu og efnahag. Nýta þarf mannauð, þekkingu og reynslu innflytjenda sem vilja búa og starfa hér og innleiða þau í samfélagið með fræðslu.

Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð vill:

  • Átak í kynningu sveitafélagsins og markaðssetningu þess.
  • Endurverkja „Lykill að Fjarðabyggð“ og bjóða aðflutta velkomna á svæðið. Sérstaklega verður horft til innflytjenda og markvissar innleiðingu þeirra í samfélagið þannig að allir íbúar verði strax hluti samfélagins.
  • Koma á viðtalstímum bæjarfulltrúa í öllum byggðakjörnum.
  • Halda reglulega íbúafundi í byggðakjörnum.
  • Virkja íbúalýðræði og veita íbúum aukið aðgengi að ákvarðanatöku og forgangsröðun í sínu nærsamfélagi.
  • Innleiða smáforrit fyrir samskipti við íbúa þar sem allar upplýsingar og samskiptaleiðir verða aðgengilegar.
  • Gagnsæi með opnu bókhaldi sveitarfélagsins.
  • Efla þjónustu við íbúa með annað móðurmál. Efla þýðingar og auka túlkaþjónustu.
  • Kynna nýja vefsíðu Fjarðabyggðar með aðgengilegum upplýsingum.
  • Koma á störfum án staðsetningar innan sveitarfélagsins og gefa starfsfólki þess aukin kost á því að vinna í heimabyggð.

Við erum bjartsýn á Fjarðabyggð vaxtar og styrks. Gagnsæi og íbúalýðræði eru þar mikilvægt veganesti.

Það verður kosið 14. maí n.k.

Höfundar eru Jóhanna Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur og Kristinn Þór Jónasson verkstjóri. Þau skipa 4. og 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×