Lítum okkur nær Bjarni Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2022 11:00 Öll mín fullorðinsár hef ég hlustað á þá sem standa framarlega í samfélaginu tala um Helguvík og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Svo mikil orka og kraftur hefur farið í þetta svæði að við erum búin að sannfæra okkur sjálf og alla þjóðina um það að annaðhvort gerist eitthvað stórfenglegt í Helguvík eða Reykjanbær muni hreinlega deyja út. Hin sorglega staðreynd mála er sú að í Helguvík er akkúrat ekki neitt að gerast og við höfum einungis horft upp á afturför. Þar er ekkert álver, blessunarlega, slagurinn um að moka burt Kísilverinu heldur áfram, síldarvinnslan hefur dregið sig út af svæðinu og grunnar brostinna drauma liggja þar um allt. Hættum að tala um Helguvík Því legg ég það til að við hættum að tala um Helguvík að sinni, hún er ekki að fara neitt og við höfum það svæði til reiðu þá og þegar ábyrgar og faglegar, grænar fjárfestingar banka þar upp á. Lítum okkur nær og hugum að því sem í hendi er því þar er svo sannarlega af nægu að taka, við þekkjum það öll sem búum hér, störfum og lifum. Með því að rækta okkar garð mun allt í kringum okkur blómstra og blómstrandi samfélag laðar að sér allt það góða sem í landi hér býr. Leiðum vagninn Með það hugarfar í forgrunni þurfum við ekki að taka á móti fólki og fjárfestum eins og hlýðnir hundar sem þakka náðsamlega fyrir hvern þann bita sem fellur þeim í skaut, heldur mætum við til leiks sem leiðtogar með opinn faðm. Tilbúinn að taka á móti þeim tækifærum sem bjóðast af ábyrgð, framsýni og festu. Höfundur skipar 2. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Öll mín fullorðinsár hef ég hlustað á þá sem standa framarlega í samfélaginu tala um Helguvík og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Svo mikil orka og kraftur hefur farið í þetta svæði að við erum búin að sannfæra okkur sjálf og alla þjóðina um það að annaðhvort gerist eitthvað stórfenglegt í Helguvík eða Reykjanbær muni hreinlega deyja út. Hin sorglega staðreynd mála er sú að í Helguvík er akkúrat ekki neitt að gerast og við höfum einungis horft upp á afturför. Þar er ekkert álver, blessunarlega, slagurinn um að moka burt Kísilverinu heldur áfram, síldarvinnslan hefur dregið sig út af svæðinu og grunnar brostinna drauma liggja þar um allt. Hættum að tala um Helguvík Því legg ég það til að við hættum að tala um Helguvík að sinni, hún er ekki að fara neitt og við höfum það svæði til reiðu þá og þegar ábyrgar og faglegar, grænar fjárfestingar banka þar upp á. Lítum okkur nær og hugum að því sem í hendi er því þar er svo sannarlega af nægu að taka, við þekkjum það öll sem búum hér, störfum og lifum. Með því að rækta okkar garð mun allt í kringum okkur blómstra og blómstrandi samfélag laðar að sér allt það góða sem í landi hér býr. Leiðum vagninn Með það hugarfar í forgrunni þurfum við ekki að taka á móti fólki og fjárfestum eins og hlýðnir hundar sem þakka náðsamlega fyrir hvern þann bita sem fellur þeim í skaut, heldur mætum við til leiks sem leiðtogar með opinn faðm. Tilbúinn að taka á móti þeim tækifærum sem bjóðast af ábyrgð, framsýni og festu. Höfundur skipar 2. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar