Betri almenningssamgöngur fyrir okkur öll í Garðabæ! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. maí 2022 07:16 Lélegar almenningssamgöngur í Garðabæ gera það að verkum að börn og ungmenni komast við illan leik ferða sinna. Þau sem æfa íþróttir og eru búsett utan miðju Garðabæjar lenda í töluverðum vandræðum. Mörg þurfa að stóla á skutl foreldra sinna, sem er ekki til þess fallið að styðja við einfaldara líf barnafjölskyldna. Í Garðabæ er heldur ekki til staðar raunverulegt val um bíllausan lífsstíl til að sporna við loftslagsvánni. Í skipulaginu hefur ekki verið hugað að þeim sem vilja einfalda fjölskyldulífið. Fjármögnum almenningssamgöngur og hækkum þjónustustigið Þessu viljum við í Viðreisn breyta. Við viljum setja fjármagn í öflugar og tíðar almenningssamgöngur, svo að þær verði að raunverulegum valkosti og styðja við umhverfisvænan lífsstíl fólks. Við viljum að Garðabær gangi í takt við höfuðborgarsvæðið allt og setji strætósamgöngur á dagskrá. Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka stór skref inn í nútímann. Það er ungt fólk að flytja í bæinn, til að mynda í Urriðaholt. Breytt íbúasamsetning kallar á breytta þjónustu. Auk þess að hækka þjónustustigið fyrir alla íbúa með bættum almenningssamgöngum, viljum við öflugar og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Við viljum sjá Álftnesinga komast ferða sinna með nútímalegum ferðamáta og tryggja að skólabörn komist á viðburði inn í miðbæ Garðabæjar án mikillar fyrirhafnar vegna stopulla ferða Strætó. Við erum ekki eyland Lélegar almenningssamgöngur eru ekki til þess fallnar að styðja við markmið okkar í loftslagsmálum. Þar fer hljóð og mynd ekki saman. Í vistvænu hverfi Urriðaholti eru almenningssamgöngur með þeim verstu sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á. Þær eru helst sambærilegar við það sem íbúum Álftaness er boðið upp á, þar sem skólabörnum gefast ekki sömu tækifæri til að sækja viðburði í miðbæ Garðabæjar vegna lélegra strætósamgangna. Gerum betur með Viðreisn Þjónustustig almenningssamgangna er í höndum bæjaryfirvalda sem stýra því með áherslum í fjármögnun. Hér höfum við skýrt dæmi um bein áhrif Sjálfstæðismanna á lífsgæði og þjónustustig við íbúa Garðabæjar þveran og endilangan. Friðlýsingar lands hafa átt hug meirihlutanns allan á meðan önnur lífsgæði er tengjast umhverfissjónarmiðum og valfrelsi um umhverfisvænan lífsstíl hafa ekki átt upp á pallborðið. Við í Viðreisn erum umhverfisvænn flokkur og þessu ætlum við að breyta. Við viljum Garðabæ í fremstu röð fyrir íbúa og fyrir umhverfið. Með ferskum vindum Viðreisnar verður slík breyting að veruleika. Höfundur er oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Lélegar almenningssamgöngur í Garðabæ gera það að verkum að börn og ungmenni komast við illan leik ferða sinna. Þau sem æfa íþróttir og eru búsett utan miðju Garðabæjar lenda í töluverðum vandræðum. Mörg þurfa að stóla á skutl foreldra sinna, sem er ekki til þess fallið að styðja við einfaldara líf barnafjölskyldna. Í Garðabæ er heldur ekki til staðar raunverulegt val um bíllausan lífsstíl til að sporna við loftslagsvánni. Í skipulaginu hefur ekki verið hugað að þeim sem vilja einfalda fjölskyldulífið. Fjármögnum almenningssamgöngur og hækkum þjónustustigið Þessu viljum við í Viðreisn breyta. Við viljum setja fjármagn í öflugar og tíðar almenningssamgöngur, svo að þær verði að raunverulegum valkosti og styðja við umhverfisvænan lífsstíl fólks. Við viljum að Garðabær gangi í takt við höfuðborgarsvæðið allt og setji strætósamgöngur á dagskrá. Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka stór skref inn í nútímann. Það er ungt fólk að flytja í bæinn, til að mynda í Urriðaholt. Breytt íbúasamsetning kallar á breytta þjónustu. Auk þess að hækka þjónustustigið fyrir alla íbúa með bættum almenningssamgöngum, viljum við öflugar og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Við viljum sjá Álftnesinga komast ferða sinna með nútímalegum ferðamáta og tryggja að skólabörn komist á viðburði inn í miðbæ Garðabæjar án mikillar fyrirhafnar vegna stopulla ferða Strætó. Við erum ekki eyland Lélegar almenningssamgöngur eru ekki til þess fallnar að styðja við markmið okkar í loftslagsmálum. Þar fer hljóð og mynd ekki saman. Í vistvænu hverfi Urriðaholti eru almenningssamgöngur með þeim verstu sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á. Þær eru helst sambærilegar við það sem íbúum Álftaness er boðið upp á, þar sem skólabörnum gefast ekki sömu tækifæri til að sækja viðburði í miðbæ Garðabæjar vegna lélegra strætósamgangna. Gerum betur með Viðreisn Þjónustustig almenningssamgangna er í höndum bæjaryfirvalda sem stýra því með áherslum í fjármögnun. Hér höfum við skýrt dæmi um bein áhrif Sjálfstæðismanna á lífsgæði og þjónustustig við íbúa Garðabæjar þveran og endilangan. Friðlýsingar lands hafa átt hug meirihlutanns allan á meðan önnur lífsgæði er tengjast umhverfissjónarmiðum og valfrelsi um umhverfisvænan lífsstíl hafa ekki átt upp á pallborðið. Við í Viðreisn erum umhverfisvænn flokkur og þessu ætlum við að breyta. Við viljum Garðabæ í fremstu röð fyrir íbúa og fyrir umhverfið. Með ferskum vindum Viðreisnar verður slík breyting að veruleika. Höfundur er oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar