Í tæp 30 ár með skólamálin í borginni Þórdís Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 07:01 Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki. Sérstaklega er brýnt að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn í Reykjavík. Kerfið er alltof þungt í vöfum. Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu. Staðan nú er sú að við náum ekki að mæta fjölskyldum og þeirra þörfum. Til að finna leiðir hvernig við gerum það þarf að treysta skólafólki fyrir störfunum sínum. Það væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Valdsvipting stjórnenda og kennara Við í Viðreisn viljum treysta stjórnendum og starfsfólki skólanna og sjá til þess að starfsemi skólanna verði á þeirra forræði. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn og til þess að þær verði sem bestar þarf að styðja mun betur við umhverfi kennara og starfsfólks. Það er lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Við viljum færa valdið frá miðstýringu embættismanna og til skólanna. Starfsfólksins í skólunum sjálfum. Skólastjóri á að hafa sama vald yfir eigin skóla líkt og leikhússtjóri Borgarleikhússins. Óskorað vald til að ráða það fólk sem þarf til að leikhúsið virki. Það efast engin um að það er verkefni leikhússtjóra. Það sama á við um skólastjóra - það er á þeirra ábyrgð að hafa sýn og þá flóru af starfsfólki sem skólinn þarf á að halda hverju sinni til að uppfylla hlutverk sitt. Mætum hverju barni Við í Viðreisn höfum skýra sýn um valdeflingu stjórnenda og kennara. Skýra sýn á að mæta hverju og einu barni og að öll börn njóti sín og blómstri. Við viljum að samsetning og umgjörð skólanna nái að mæta ólíkum þörfum barna. Það þarf nýja nálgun og uppstokkun á kerfinu sem felur í sér að vald og ábyrgð fari til skólanna, stjórnenda og kennara því engir tveir skólar eru eins. Það er staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við starfið í skólum borgarinnar enda verður það æ flóknara með hverjum deginum. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk að efla börnin liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Málaflokkurinn í nýjar hendur Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri í skólamálum í Reykjavík. Við í Viðreisn höfum sýnt á síðastliðnu kjörtímabili að við treystum fólki og fyrirtækjum. Nú er kominn tími á að sýna skólastjórnendum og kennurum að þau eiga skilið þetta sama traust sem þau hafa svo lengi kallað eftir. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki. Sérstaklega er brýnt að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn í Reykjavík. Kerfið er alltof þungt í vöfum. Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu. Staðan nú er sú að við náum ekki að mæta fjölskyldum og þeirra þörfum. Til að finna leiðir hvernig við gerum það þarf að treysta skólafólki fyrir störfunum sínum. Það væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Valdsvipting stjórnenda og kennara Við í Viðreisn viljum treysta stjórnendum og starfsfólki skólanna og sjá til þess að starfsemi skólanna verði á þeirra forræði. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn og til þess að þær verði sem bestar þarf að styðja mun betur við umhverfi kennara og starfsfólks. Það er lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Við viljum færa valdið frá miðstýringu embættismanna og til skólanna. Starfsfólksins í skólunum sjálfum. Skólastjóri á að hafa sama vald yfir eigin skóla líkt og leikhússtjóri Borgarleikhússins. Óskorað vald til að ráða það fólk sem þarf til að leikhúsið virki. Það efast engin um að það er verkefni leikhússtjóra. Það sama á við um skólastjóra - það er á þeirra ábyrgð að hafa sýn og þá flóru af starfsfólki sem skólinn þarf á að halda hverju sinni til að uppfylla hlutverk sitt. Mætum hverju barni Við í Viðreisn höfum skýra sýn um valdeflingu stjórnenda og kennara. Skýra sýn á að mæta hverju og einu barni og að öll börn njóti sín og blómstri. Við viljum að samsetning og umgjörð skólanna nái að mæta ólíkum þörfum barna. Það þarf nýja nálgun og uppstokkun á kerfinu sem felur í sér að vald og ábyrgð fari til skólanna, stjórnenda og kennara því engir tveir skólar eru eins. Það er staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við starfið í skólum borgarinnar enda verður það æ flóknara með hverjum deginum. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk að efla börnin liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Málaflokkurinn í nýjar hendur Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri í skólamálum í Reykjavík. Við í Viðreisn höfum sýnt á síðastliðnu kjörtímabili að við treystum fólki og fyrirtækjum. Nú er kominn tími á að sýna skólastjórnendum og kennurum að þau eiga skilið þetta sama traust sem þau hafa svo lengi kallað eftir. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar