Baksýnisspegilinn eða framrúðan? Jón Ragnar Gunnarsson skrifar 13. maí 2022 14:40 Sveitastjórnakosningar snúast ekki um pissukeppni oddvita stærstu flokkanna í beinni útsendingu. Kosningarnar snúast nú sem aldrei fyrr um fólkið sem við kjósendur trúum og treystum til verka, frambjóðendurnar sem eru á bak við tjöldin, skipa ekki efsta sætið, heldur næstu sætin á eftir, einstaklinganna sem koma til með að leiða nefndarstörf og skipulagsmál Hafnarfjarðar. Hvar viljum við standa og hvert viljum við stefna? Bæjarútgerðin, HS veitur… hvað á ég að segja? Þetta er allt búið og gert en ætlum við endalaust að vera orðhöggvast yfir því sem þegar hefur gerst. Tölum frekar um það sem framundan er. Unga fólkið okkar hefur engan áhuga á fortíðinni, þau hugsa um framtíðina, umhverfismálin, mengun, íþrótta- og tímstundastarf, endurnýtingu, sjálfbærni, fjölmenningasamfélög, frið, jafnrétti allra og svo mætti lengi telja. Hér á fókusinn að vera. Hvað verðum um atkvæðin ykkar? Hafnarfjörður er í þeirri einstöku aðstöðu að geta orðið leiðandi sveitafélag meðal þeirra stærstu í þessum málaflokkum og til þess að vinna þessum málaflokkum meira brautargengi ættum við íbúar Hafnarfjarðar alvarlega að leiða hugann að Bæjarlistanum XL sem er eina óháða framboðið í Hafnarfirði. Hvert einasta atkvæði sem skilar sér ekki í kjörkassana á laugardag er lóð á vogarskálarnar hjá stærstu flokkunum, tölfræðireglan í sætaskipan eftir kosningar er svo brengluð að ef minni flokkarnir ná ekki tilskyldu hlutfalli atkvæða í kosningunni færist það sæti (sem næstum vannst) til til stærstu flokkanna. Meirihluti = enginn raunverulegur meirihluti Til gamans má nefna að baki þeim 6 sætum sem núverandi meirihluti skipar í Hafnarfirði eru ekki nema 41,7 % atkvæða sem skýrist af þeirri brengluðu tölfræðireglu sem ég nefndi hér að ofan. Núverandi meirihluti er í raun ekki með neinn meirihluta kjósenda, sætin röðuðust bara á þennan hátt út frá brenglaðri tölfræðireglu. Við viljum að meirihluti kjósenda nái sínu fólki að, en til þess að svo megi verða þurfið þið að kjósa. Kosningahlutfall í síðustu kostningum var með minnsta móti. Hugsum stórt og Setjum X við L. Höfundur skipar 7.sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Sveitastjórnakosningar snúast ekki um pissukeppni oddvita stærstu flokkanna í beinni útsendingu. Kosningarnar snúast nú sem aldrei fyrr um fólkið sem við kjósendur trúum og treystum til verka, frambjóðendurnar sem eru á bak við tjöldin, skipa ekki efsta sætið, heldur næstu sætin á eftir, einstaklinganna sem koma til með að leiða nefndarstörf og skipulagsmál Hafnarfjarðar. Hvar viljum við standa og hvert viljum við stefna? Bæjarútgerðin, HS veitur… hvað á ég að segja? Þetta er allt búið og gert en ætlum við endalaust að vera orðhöggvast yfir því sem þegar hefur gerst. Tölum frekar um það sem framundan er. Unga fólkið okkar hefur engan áhuga á fortíðinni, þau hugsa um framtíðina, umhverfismálin, mengun, íþrótta- og tímstundastarf, endurnýtingu, sjálfbærni, fjölmenningasamfélög, frið, jafnrétti allra og svo mætti lengi telja. Hér á fókusinn að vera. Hvað verðum um atkvæðin ykkar? Hafnarfjörður er í þeirri einstöku aðstöðu að geta orðið leiðandi sveitafélag meðal þeirra stærstu í þessum málaflokkum og til þess að vinna þessum málaflokkum meira brautargengi ættum við íbúar Hafnarfjarðar alvarlega að leiða hugann að Bæjarlistanum XL sem er eina óháða framboðið í Hafnarfirði. Hvert einasta atkvæði sem skilar sér ekki í kjörkassana á laugardag er lóð á vogarskálarnar hjá stærstu flokkunum, tölfræðireglan í sætaskipan eftir kosningar er svo brengluð að ef minni flokkarnir ná ekki tilskyldu hlutfalli atkvæða í kosningunni færist það sæti (sem næstum vannst) til til stærstu flokkanna. Meirihluti = enginn raunverulegur meirihluti Til gamans má nefna að baki þeim 6 sætum sem núverandi meirihluti skipar í Hafnarfirði eru ekki nema 41,7 % atkvæða sem skýrist af þeirri brengluðu tölfræðireglu sem ég nefndi hér að ofan. Núverandi meirihluti er í raun ekki með neinn meirihluta kjósenda, sætin röðuðust bara á þennan hátt út frá brenglaðri tölfræðireglu. Við viljum að meirihluti kjósenda nái sínu fólki að, en til þess að svo megi verða þurfið þið að kjósa. Kosningahlutfall í síðustu kostningum var með minnsta móti. Hugsum stórt og Setjum X við L. Höfundur skipar 7.sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar