Bíðum ekki eftir framtíðinni Davíð Þorláksson skrifar 1. júní 2022 09:30 Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á tíunda áratugnum spáðu sum því að fljótlega þyrfti ekki að byggja upp samgöngumannvirki eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Allir yrðu heima hjá sér að vinna og versla. Þrátt fyrir áframhaldandi þróun netsins og nýlegar samkomutakmarkanir, sem hefur gert okkur kleift að gera margt að heiman, er langur vegur frá því að umferðartafir eða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði séu að stórminnka. Það er full ástæða til að fylgjast með tækniþróun þegar kemur að ökutækjum og aðlaga áætlanir að þeim þegar þörf krefur. Við langtímaskipulag samgangna getum við hins vegar ekki gefið okkur að ný tækni eða ný menning breyti meginforsendum frá því sem er í dag. Ef sú forsenda klikkar, að það sé hvort sem er allt að breytast og að nútíminn geti bara hinkrað og beðið eftir framtíðinni, þá yrði aldrei fjárfest í neinu. Mér er ekki kunnugt um neina borg í Evrópu sem hefur tekið upp þá stefnu að hætta að fjárfesta í samgöngum því að sjálfkeyrandi bílar muni leysa allan vanda. Þvert á móti leggja þær nær allar áherslu á fjárfestingu í fjölbreyttum ferðamátum, yfirleitt fyrst og fremst almenningssamgöngum. Sjálfkeyrandi bílar og sjálfkeyrandi almenningssamgöngur munu koma einhvern tímann. Væntanlega er styttra í að almenningssamgöngur í sérrými, eins og Borgarlínan, verði sjálfkeyrandi en bílar í blandaðri umferð. Við megum þó ekki ofmeta áhrif tækni- og menningarbreytinga og þurfum mjög reglulega að endurskoða áætlanir og áform með hliðsjón af þróun sem er í hendi. Við þurfum að halda áfram að spá í framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana, en megum ekki sitja með hendur í skauti og búast við því að hún muni leysa öll okkar vandamál. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Umferð Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á tíunda áratugnum spáðu sum því að fljótlega þyrfti ekki að byggja upp samgöngumannvirki eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Allir yrðu heima hjá sér að vinna og versla. Þrátt fyrir áframhaldandi þróun netsins og nýlegar samkomutakmarkanir, sem hefur gert okkur kleift að gera margt að heiman, er langur vegur frá því að umferðartafir eða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði séu að stórminnka. Það er full ástæða til að fylgjast með tækniþróun þegar kemur að ökutækjum og aðlaga áætlanir að þeim þegar þörf krefur. Við langtímaskipulag samgangna getum við hins vegar ekki gefið okkur að ný tækni eða ný menning breyti meginforsendum frá því sem er í dag. Ef sú forsenda klikkar, að það sé hvort sem er allt að breytast og að nútíminn geti bara hinkrað og beðið eftir framtíðinni, þá yrði aldrei fjárfest í neinu. Mér er ekki kunnugt um neina borg í Evrópu sem hefur tekið upp þá stefnu að hætta að fjárfesta í samgöngum því að sjálfkeyrandi bílar muni leysa allan vanda. Þvert á móti leggja þær nær allar áherslu á fjárfestingu í fjölbreyttum ferðamátum, yfirleitt fyrst og fremst almenningssamgöngum. Sjálfkeyrandi bílar og sjálfkeyrandi almenningssamgöngur munu koma einhvern tímann. Væntanlega er styttra í að almenningssamgöngur í sérrými, eins og Borgarlínan, verði sjálfkeyrandi en bílar í blandaðri umferð. Við megum þó ekki ofmeta áhrif tækni- og menningarbreytinga og þurfum mjög reglulega að endurskoða áætlanir og áform með hliðsjón af þróun sem er í hendi. Við þurfum að halda áfram að spá í framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana, en megum ekki sitja með hendur í skauti og búast við því að hún muni leysa öll okkar vandamál. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun