Almenna okurfélagið Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. júní 2022 08:02 Spákaupmennskufélagið Gamma stofnaði Almenna leigufélagið á árunum eftir Hrun, keypti upp íbúðir þegar fasteignaverð féll í kjölfar þess að þúsundir fjölskyldna missti heimili sín. Og leigðu þessar íbúðir út á háu verði, stundum til sama fólksins sem hafði misst íbúðirnar. Það er skammarlegt að stjórnvöld hafi ekki stigið inn og stoppað þetta siðlausa athæfi, látið það afskiptalaust að efnafólk næði eignum af þeim sem lítið áttu og notuðu þær svo til að reita fé af efnaminna fólki. Almenna leigufélagið fékk á sig verðskuldað óorð á þessum árum. Þess vegna heitir það í dag Alma. En þótt nafnið sé breytt er eðlið það sama. Þetta er ógeðslegt fyrirtæki, rotið inn að beini. Ógnargróði Ég ætla að skýra þetta illa eðli með því að taka dæmi af íbúð á Fálkagötu 32 sem Alma auglýsir nú til leigu á 285 þús. kr. Þetta er 97 fermetra 3. herbergja íbúð á annarri hæð í húsi sem byggt var 1935. Fermetraverðið er 2.938 kr., sem er 750 kr. hærra en leiguverð á sambærilegum íbúðum í Vesturbænum. Alma er því að rukka rúmlega 72 þús. kr. meira fyrir íbúðina en nemur markaðsverði er í þessum bæjarhluta. Leigjandinn borgar 866 þús. kr. á ári umfram markaðsverð. Við getum kallað það Gamma-skatt. Samkvæmt Þjóðskrá keypti Almenna leigufélagið þessa íbúð í nóvember 2012 á 23,7 m.kr. Miðað við hækkun fasteignaverðs í Vesturbænum frá 2012 má ætla að íbúðin sé í dag metin á 58,0 m.kr. Ef við gerum ráð fyrir að Almenna leigufélagið hafi lagt 30% eiginfjárframlag til kaupanna má ætla að eftirstöðvar verðtryggðs láns á 4% vöxtum sé í dag um 20,3 m.kr. Upphaflega eiginfjárframlagið er á núvirði um 9,6 m.kr. svo eignamyndunin nemur um 28,2 m.kr. Ef við brjótum hana niður á þá mánuði sem liðnir eru frá kaupunum hefur eigið fé Almenna leigufélagsins í íbúðinni hækkað um 247 þús. kr. í hverjum mánuði að meðaltali. … og ógeðslegt okur Afborganir af láninu eru rúmlega 95 þús. kr. á mánuði. Ef við bætum 0,18% fasteignagjöldum ofan á þetta, 1,5% viðhaldi árlega, 6% greiðslufallstryggingu og 6% umsýslugjaldi þá er sannarlegur kostnaður Ölmu á þessari íbúð rúmlega 123 þús. kr. Alma gæti leigt íbúðina á því verði án þess að tapa krónu. Hagnaður félagsins yrði samt umtalsverður vegna hækkunar eignaverðs eða um 31% ávöxtun á eigið fé. Ef Alma elti markaðinn í stað þess að leiða hann og leigja íbúðina út á meðalverði þessa bæjarhluta myndi félagið hafa hreinan hagnað af leigunni upp á rúma milljón árlega. Ávöxtun eiginfjár væri þá um 42%. En það dugar Ölmu ekki. Hún leigir íbúðina út á miklu hærra verði eða 285 þús. kr. Sem eru tæplega 159 þús. kr. umfram kostnað félagsins af íbúðinni. Ávöxtunin af útleigunni er því tæplega 20% og ársávöxtun af eiginfjár því samanlagt 51% af leigu og hækkun eignaverðs. Það má vera að hægt sé að ná slíkri ávöxtun með því að flytja inn fíkniefni, en það er samt hæpið. … sem grefur undan lífskjörum Hvers vegna er þetta látið líðast? Af félag sem hagnast um 247 þús. á verðhækkun 97 fm. íbúðar í hverjum mánuði skuli komast upp með að hagnast auk þess um tæplega 159 þús. kr. af því að okra á leigjendum. Hagnaður Ölmu af þessari íbúð er 406 þús. kr. á mánuði eða 4,9 m.kr. á ári. Það er galið. Á meðan borgar leigjandinn 285 þús. kr. á mánuði, sem væri flokkað sem okurleiga í öllum löndum heims. Eðlilegt viðmið í siðuðum löndum er að húsnæðiskostnaður ætti ekki að vera meira en 25% af ráðstöfunarfé fjölskyldu. Ef við bætum við rafmagn og hita má ætla að húsnæðiskostnaður leigjenda þessarar íbúðar sé um 310 þús. kr. Leigjendurnir þurfa því að hafa um 1.240 þús. kr. í ráðstöfunarfé til að vera innan eðlilegra marka varðandi húsnæðiskostnað. Til að ná því þyrftu tveir fullorðnir að hafa hver um sig 910 þús. kr. í tekjur á mánuði. Við vitum öll að fólkið sem er að fara að leigja á Frakkastígnum er ekki með slíkar tekjur. … og er verndað af stjórnvöldum Stjórnvöldum er fullkunnugt um hvernig húsnæðismarkaðurinn virkar og hvernig hann grefur undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Þeim hefur margsinnis verið bent á ástandið. Neyð leigjenda og ógnargróði leigusala hneykslar stjórnvöld ekki heldur eru ráðherrarnir þvert á móti mjög ánægðir með stöðuna. Þeir standa með Ölmu, hinu almenna okurfélagi. Og er hjartanlega sama um fólkið sem neyðist til að verja stærstum hluta tekna sinna til að hafa þak yfir höfðið. Og skapa með því svívirðilegan hagnað hjá fyrirtækjum sem eru gersamlega siðlaus; blóðsugur sem leggjast á heiðvirt fólk og draga úr því lífskraftinn. Ráðherrarnir klappa fyrir þesskonar fyrirtækjum, en fyrirlíta leigjendur. Ég vildi að það væri ekki svo. En þar sem staðan er sannarlega svona þá er rétt að benda á það aftur og aftur. Einn daginn vaknar fólk og losar sig við Almenna okurfélagið. Og vanhæfa ríkisstjórn sem þjónar okrurum, bröskurum og öðum óþjóðalýð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Spákaupmennskufélagið Gamma stofnaði Almenna leigufélagið á árunum eftir Hrun, keypti upp íbúðir þegar fasteignaverð féll í kjölfar þess að þúsundir fjölskyldna missti heimili sín. Og leigðu þessar íbúðir út á háu verði, stundum til sama fólksins sem hafði misst íbúðirnar. Það er skammarlegt að stjórnvöld hafi ekki stigið inn og stoppað þetta siðlausa athæfi, látið það afskiptalaust að efnafólk næði eignum af þeim sem lítið áttu og notuðu þær svo til að reita fé af efnaminna fólki. Almenna leigufélagið fékk á sig verðskuldað óorð á þessum árum. Þess vegna heitir það í dag Alma. En þótt nafnið sé breytt er eðlið það sama. Þetta er ógeðslegt fyrirtæki, rotið inn að beini. Ógnargróði Ég ætla að skýra þetta illa eðli með því að taka dæmi af íbúð á Fálkagötu 32 sem Alma auglýsir nú til leigu á 285 þús. kr. Þetta er 97 fermetra 3. herbergja íbúð á annarri hæð í húsi sem byggt var 1935. Fermetraverðið er 2.938 kr., sem er 750 kr. hærra en leiguverð á sambærilegum íbúðum í Vesturbænum. Alma er því að rukka rúmlega 72 þús. kr. meira fyrir íbúðina en nemur markaðsverði er í þessum bæjarhluta. Leigjandinn borgar 866 þús. kr. á ári umfram markaðsverð. Við getum kallað það Gamma-skatt. Samkvæmt Þjóðskrá keypti Almenna leigufélagið þessa íbúð í nóvember 2012 á 23,7 m.kr. Miðað við hækkun fasteignaverðs í Vesturbænum frá 2012 má ætla að íbúðin sé í dag metin á 58,0 m.kr. Ef við gerum ráð fyrir að Almenna leigufélagið hafi lagt 30% eiginfjárframlag til kaupanna má ætla að eftirstöðvar verðtryggðs láns á 4% vöxtum sé í dag um 20,3 m.kr. Upphaflega eiginfjárframlagið er á núvirði um 9,6 m.kr. svo eignamyndunin nemur um 28,2 m.kr. Ef við brjótum hana niður á þá mánuði sem liðnir eru frá kaupunum hefur eigið fé Almenna leigufélagsins í íbúðinni hækkað um 247 þús. kr. í hverjum mánuði að meðaltali. … og ógeðslegt okur Afborganir af láninu eru rúmlega 95 þús. kr. á mánuði. Ef við bætum 0,18% fasteignagjöldum ofan á þetta, 1,5% viðhaldi árlega, 6% greiðslufallstryggingu og 6% umsýslugjaldi þá er sannarlegur kostnaður Ölmu á þessari íbúð rúmlega 123 þús. kr. Alma gæti leigt íbúðina á því verði án þess að tapa krónu. Hagnaður félagsins yrði samt umtalsverður vegna hækkunar eignaverðs eða um 31% ávöxtun á eigið fé. Ef Alma elti markaðinn í stað þess að leiða hann og leigja íbúðina út á meðalverði þessa bæjarhluta myndi félagið hafa hreinan hagnað af leigunni upp á rúma milljón árlega. Ávöxtun eiginfjár væri þá um 42%. En það dugar Ölmu ekki. Hún leigir íbúðina út á miklu hærra verði eða 285 þús. kr. Sem eru tæplega 159 þús. kr. umfram kostnað félagsins af íbúðinni. Ávöxtunin af útleigunni er því tæplega 20% og ársávöxtun af eiginfjár því samanlagt 51% af leigu og hækkun eignaverðs. Það má vera að hægt sé að ná slíkri ávöxtun með því að flytja inn fíkniefni, en það er samt hæpið. … sem grefur undan lífskjörum Hvers vegna er þetta látið líðast? Af félag sem hagnast um 247 þús. á verðhækkun 97 fm. íbúðar í hverjum mánuði skuli komast upp með að hagnast auk þess um tæplega 159 þús. kr. af því að okra á leigjendum. Hagnaður Ölmu af þessari íbúð er 406 þús. kr. á mánuði eða 4,9 m.kr. á ári. Það er galið. Á meðan borgar leigjandinn 285 þús. kr. á mánuði, sem væri flokkað sem okurleiga í öllum löndum heims. Eðlilegt viðmið í siðuðum löndum er að húsnæðiskostnaður ætti ekki að vera meira en 25% af ráðstöfunarfé fjölskyldu. Ef við bætum við rafmagn og hita má ætla að húsnæðiskostnaður leigjenda þessarar íbúðar sé um 310 þús. kr. Leigjendurnir þurfa því að hafa um 1.240 þús. kr. í ráðstöfunarfé til að vera innan eðlilegra marka varðandi húsnæðiskostnað. Til að ná því þyrftu tveir fullorðnir að hafa hver um sig 910 þús. kr. í tekjur á mánuði. Við vitum öll að fólkið sem er að fara að leigja á Frakkastígnum er ekki með slíkar tekjur. … og er verndað af stjórnvöldum Stjórnvöldum er fullkunnugt um hvernig húsnæðismarkaðurinn virkar og hvernig hann grefur undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Þeim hefur margsinnis verið bent á ástandið. Neyð leigjenda og ógnargróði leigusala hneykslar stjórnvöld ekki heldur eru ráðherrarnir þvert á móti mjög ánægðir með stöðuna. Þeir standa með Ölmu, hinu almenna okurfélagi. Og er hjartanlega sama um fólkið sem neyðist til að verja stærstum hluta tekna sinna til að hafa þak yfir höfðið. Og skapa með því svívirðilegan hagnað hjá fyrirtækjum sem eru gersamlega siðlaus; blóðsugur sem leggjast á heiðvirt fólk og draga úr því lífskraftinn. Ráðherrarnir klappa fyrir þesskonar fyrirtækjum, en fyrirlíta leigjendur. Ég vildi að það væri ekki svo. En þar sem staðan er sannarlega svona þá er rétt að benda á það aftur og aftur. Einn daginn vaknar fólk og losar sig við Almenna okurfélagið. Og vanhæfa ríkisstjórn sem þjónar okrurum, bröskurum og öðum óþjóðalýð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar