Að læra að lesa og að verða læs Rannveig Oddsdóttir skrifar 1. júlí 2022 15:30 Læsi íslenskra barna og þá sér í lagi drengja, hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Frammistaða íslenskra unglinga á lesskilningsprófi PISA hefur verið meginkveikja þessara umræðna en árangur okkar barna á prófinu hefur verið undir meðaltali OECD. Það er vissulega áhyggjuefni ef þær niðurstöður gefa rétta mynd af læsi íslenskra ungmenna og ástæða til að bregðast við. Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það. Misskilningurinn varðar hugtökin að læra að lesa og verða læs. Margir telja að það sé það sama. Það er börn læri að lesa og þegar þau hafi náð tökum á því að umskrá stafi í hljóð, orð og setningar séu þau orðin læs. Það er í sjálfu sér ekki rangt og þannig hafa hugtökin verið notuð og talað um að börn séu læs þegar þau geta lesið texta. Læsi er hins vegar langt því frá svo einfalt. Tæknilega færnin er mikilvæg og án hennar er ekki hægt að sækja merkingu í ritaðan texta en til að lesturinn skili því sem til er ætlast þarf fleira að koma til. Skilningur á orðunum sem lesin eru skiptir þar mestu máli en einnig þættir eins og ályktunarhæfni, bakgrunnsþekking á því sem textinn fjallar um og hæfni til að halda athygli við lesturinn. Þau börn sem ekki ná lágmarksviðmiðum um lesskilning á PISA eiga því ekki endilega í erfiðleikum með umskráninguna heldur getur vandi þeirra legið í einhverjum hinna færniþáttanna. Nýleg íslensk rannsókn bendir til að mynda til þess að slakur orðaforði sé ein sterkasta forspárbreytan fyrir slökum lesskilningi á PISA. Í umræðu um það hvað sé til ráða til að bæta læsi íslenskra barna hefur sjónum æ ofan í æ verið beint að lestrarkennslu í yngstu bekkjum grunnskóla. Tekist hefur verið á um það hvort ein lestrarkennsluaðferð sé annarri fremri og uppi eru ranghugmyndir um það að í stórum hluta íslenskra grunnskóla séu notaðar lestrarkennsluaðferðir þar sem ekki er tryggt að börn læri um samband stafa og hljóða. Reyndin er hins vegar sú að í öllum skólum er lögð áhersla á það að kenna tæknilega þætti lestrar í fyrstu bekkjum grunnskóla þótt nálgunin í þeirri kennslu sé svolítið mismunandi eftir því hvaða kennsluaðferð skólarnir nota. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á lestrarfærni barna á mörkum leik- og grunnskóla sýna að íslensk börn standa almennt vel í þessum þætti lestrarnámsins og ekki er munur á frammistöðu stelpna og stráka. Við upphaf grunnskólagöngu þekkja þau að meðaltali um eða yfir 20 stafi (sem er t.d. mun meira en norskir jafnaldrar þeirra sem þekkja að meðaltali 13 stafi) og mörg hafa þá þegar náð tökum á því að tengja saman stafi og hljóð og geta lesið léttan texta. Tölur frá Menntamálastofnun sýna að við lok 1. bekkjar hafa 90% barna náð grunnlestrarfærni, þ.e. geta lesið a.m.k. 20 orð á mínútu. Fylgst er vel með framvindunni í þessum þætti í fyrstu bekkjum grunnskóla og þau börn sem ekki hafa náð tökum á tækninni fá frekari kennslu í stöfum og hljóðum. Foreldar kannast einnig án efa við þá lestrarþjálfun sem fer fram heima, en í flestum skólum er ætlast til þess að börnin æfi lesturinn daglega heima með aðstoð foreldra. Það er því ekkert sem gefur tilefni til að ætla að sá lesskilningsvandi sem mælist hjá unglingsdrengjum stafi af því að ekki sé vandað nægilega til lestrarkennslu í fyrstu bekkjum grunnskóla. Þróun lestrarfærni og læsis er hins vegar langt frá því lokið á yngsta stigi grunnskóla heldur þarf að styðja áfram við þróun þess öll grunnskólaárin. Margt bendir til þess að þar séu tækifæri til að gera betur í íslensku skólastarfi. Úttekt sem gerð var á lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum 2009 sýndi t.d. að á mið- og unglingastigi var kennslan ómarkviss og margir kennarar virtust líta svo á að læsiskennslunni væri lokið þegar nemendur hefðu náð tökum á umskráningunni. Styrkja þarf þennan þátt í læsiskennslunni í íslenskum skólum. Rækta orðaforða nemenda, ræða við þá um texta sem lesnir eru og kenna þeim að sækja upplýsingar í texta, túlka það sem þeir lesa og draga ályktanir um efnið. Þetta er ekki aðeins verkefni skólanna heldur alls samfélagsins. Á undanförnum árum og áratugum hafa orðið miklar breytingar á málumhverfi barna sem geta haft áhrif á þróun máls- og málskilnings, sem er ein helsta undirstaða lesskilnings. Mikil notkun snjalltækja á heimilum getur t.d. dregið úr samskiptum foreldra og barna en slík samskipti eru gríðarlega mikilvæg fyrir þróun máls. Þá getur aukin aðgangr barna á ensku í afþreyingarefni, svo sem myndböndum og tölvuleikjum leitt til þess að þau ná ekki að þróa orðaforða sinn í íslensku jafn vel og áður. Íslenskt samfélag þarf að taka höndum saman um að styðja við læsi þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi. Breyting á lestrarkennsluaðferðum í yngstu bekkjum grunnskóla mun ekki breyta neinu þar um. Heldur þarf góða læsiskennslu á öllum stigum leik- og grunnskóla, gott aðgengi að efni á íslensku og hvatningu til að nota tungumálið á sem fjölbreyttastan hátt í ræðu og riti í daglegu lífi. Höfundur er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Háskólar Börn og uppeldi Vísindi Rannveig Oddsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Læsi íslenskra barna og þá sér í lagi drengja, hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Frammistaða íslenskra unglinga á lesskilningsprófi PISA hefur verið meginkveikja þessara umræðna en árangur okkar barna á prófinu hefur verið undir meðaltali OECD. Það er vissulega áhyggjuefni ef þær niðurstöður gefa rétta mynd af læsi íslenskra ungmenna og ástæða til að bregðast við. Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það. Misskilningurinn varðar hugtökin að læra að lesa og verða læs. Margir telja að það sé það sama. Það er börn læri að lesa og þegar þau hafi náð tökum á því að umskrá stafi í hljóð, orð og setningar séu þau orðin læs. Það er í sjálfu sér ekki rangt og þannig hafa hugtökin verið notuð og talað um að börn séu læs þegar þau geta lesið texta. Læsi er hins vegar langt því frá svo einfalt. Tæknilega færnin er mikilvæg og án hennar er ekki hægt að sækja merkingu í ritaðan texta en til að lesturinn skili því sem til er ætlast þarf fleira að koma til. Skilningur á orðunum sem lesin eru skiptir þar mestu máli en einnig þættir eins og ályktunarhæfni, bakgrunnsþekking á því sem textinn fjallar um og hæfni til að halda athygli við lesturinn. Þau börn sem ekki ná lágmarksviðmiðum um lesskilning á PISA eiga því ekki endilega í erfiðleikum með umskráninguna heldur getur vandi þeirra legið í einhverjum hinna færniþáttanna. Nýleg íslensk rannsókn bendir til að mynda til þess að slakur orðaforði sé ein sterkasta forspárbreytan fyrir slökum lesskilningi á PISA. Í umræðu um það hvað sé til ráða til að bæta læsi íslenskra barna hefur sjónum æ ofan í æ verið beint að lestrarkennslu í yngstu bekkjum grunnskóla. Tekist hefur verið á um það hvort ein lestrarkennsluaðferð sé annarri fremri og uppi eru ranghugmyndir um það að í stórum hluta íslenskra grunnskóla séu notaðar lestrarkennsluaðferðir þar sem ekki er tryggt að börn læri um samband stafa og hljóða. Reyndin er hins vegar sú að í öllum skólum er lögð áhersla á það að kenna tæknilega þætti lestrar í fyrstu bekkjum grunnskóla þótt nálgunin í þeirri kennslu sé svolítið mismunandi eftir því hvaða kennsluaðferð skólarnir nota. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á lestrarfærni barna á mörkum leik- og grunnskóla sýna að íslensk börn standa almennt vel í þessum þætti lestrarnámsins og ekki er munur á frammistöðu stelpna og stráka. Við upphaf grunnskólagöngu þekkja þau að meðaltali um eða yfir 20 stafi (sem er t.d. mun meira en norskir jafnaldrar þeirra sem þekkja að meðaltali 13 stafi) og mörg hafa þá þegar náð tökum á því að tengja saman stafi og hljóð og geta lesið léttan texta. Tölur frá Menntamálastofnun sýna að við lok 1. bekkjar hafa 90% barna náð grunnlestrarfærni, þ.e. geta lesið a.m.k. 20 orð á mínútu. Fylgst er vel með framvindunni í þessum þætti í fyrstu bekkjum grunnskóla og þau börn sem ekki hafa náð tökum á tækninni fá frekari kennslu í stöfum og hljóðum. Foreldar kannast einnig án efa við þá lestrarþjálfun sem fer fram heima, en í flestum skólum er ætlast til þess að börnin æfi lesturinn daglega heima með aðstoð foreldra. Það er því ekkert sem gefur tilefni til að ætla að sá lesskilningsvandi sem mælist hjá unglingsdrengjum stafi af því að ekki sé vandað nægilega til lestrarkennslu í fyrstu bekkjum grunnskóla. Þróun lestrarfærni og læsis er hins vegar langt frá því lokið á yngsta stigi grunnskóla heldur þarf að styðja áfram við þróun þess öll grunnskólaárin. Margt bendir til þess að þar séu tækifæri til að gera betur í íslensku skólastarfi. Úttekt sem gerð var á lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum 2009 sýndi t.d. að á mið- og unglingastigi var kennslan ómarkviss og margir kennarar virtust líta svo á að læsiskennslunni væri lokið þegar nemendur hefðu náð tökum á umskráningunni. Styrkja þarf þennan þátt í læsiskennslunni í íslenskum skólum. Rækta orðaforða nemenda, ræða við þá um texta sem lesnir eru og kenna þeim að sækja upplýsingar í texta, túlka það sem þeir lesa og draga ályktanir um efnið. Þetta er ekki aðeins verkefni skólanna heldur alls samfélagsins. Á undanförnum árum og áratugum hafa orðið miklar breytingar á málumhverfi barna sem geta haft áhrif á þróun máls- og málskilnings, sem er ein helsta undirstaða lesskilnings. Mikil notkun snjalltækja á heimilum getur t.d. dregið úr samskiptum foreldra og barna en slík samskipti eru gríðarlega mikilvæg fyrir þróun máls. Þá getur aukin aðgangr barna á ensku í afþreyingarefni, svo sem myndböndum og tölvuleikjum leitt til þess að þau ná ekki að þróa orðaforða sinn í íslensku jafn vel og áður. Íslenskt samfélag þarf að taka höndum saman um að styðja við læsi þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi. Breyting á lestrarkennsluaðferðum í yngstu bekkjum grunnskóla mun ekki breyta neinu þar um. Heldur þarf góða læsiskennslu á öllum stigum leik- og grunnskóla, gott aðgengi að efni á íslensku og hvatningu til að nota tungumálið á sem fjölbreyttastan hátt í ræðu og riti í daglegu lífi. Höfundur er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun