Fótbolti

Erik ten Hag refsaði leikmanni fyrir óstundvísi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Erik ten Hag hefur látið til sín taka hvað agamál varðar hjá Manchester United. 
Erik ten Hag hefur látið til sín taka hvað agamál varðar hjá Manchester United.  Vísir/Getty

Fram kemur í frétt Athletic í dag að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi refsað leikmanni liðsins fyrir að mæta of seint á fundi með því að skilja hann eftir utan leikmannahóps í æfingaleik í Ástralíu á dögunum. 

Ekki kemur fram í fréttinni um hvaða leikmann er að ræða en þar segir að Hollendurinn harðskeytti hafi ætlað honum hlutverk í leiknum þar sem hann hafi staðið sig vel á æfingum í aðdraganda leiksins. 

Erik ten Hag hafi hins vegar látið leikmannin vita það sem skýrum hætti að óstundvísi væri ekki liðinn á meðan hann væri við stjórn hjá liðinu. Talið er um sé að ræða argentínska ungstirnið Alejandro Garnacho.

Knattspyrnustjórinn hefur sett skýrar reglur um hvernig leikmenn eigi að haga sér á æfingasvæðinu og í kringum verkefni með liðinu. Þá hefur hann sett strangar reglur um næringu og lagt bann við áfengisneyslu á meðan á keppnistímabilinu stendur. 

David de Gea, Diogo Dalot, Donny van de Beek og Bruno Fernandes hafa látið ánægju sína í ljós opinberlega síðustu dagana um vinnuaðferðir Erik ten Hag og þann aga sem stjórinn hefur innleitt við æfingar og keppni hjá liðinu síðan hann tók við í upphafi sumars. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×