Fótbolti

Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikurinn var mikill tilfinningarússibani fyrir Thomas Tuchel. 
Leikurinn var mikill tilfinningarússibani fyrir Thomas Tuchel.  Vísir/Getty

Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 

Tuchel er á þeirri skoðun að bæði mörk Tottenham Hotspur í 2-2 jafntefli liðanna í dag hafi verið ólögleg.

Þjóðverjinn taldi að brotið hefði verið á samlanda hans, Kai Havertz, í aðdraganda fyrra marksins og að dæma hefði átt aukaspyrnu á Cristian Romero fyrir að toga í hár Marc Cucurella áður en Harry Kane skoraði jöfnunarmarkið.

„Það færi kannski betur á því að hann myndi ekki dæma hjá okkur aftur," sagði Tuchel í samtali við Skysports aðspurður um dómgæslu Taylor í leiknum. 

„Nei en svona í alvörunni talað, hvernig sér hann eða þeir sem eru í VAR-herberginu ekki að Romero togar í hár Cucurella áður en Kane skorar. Gott og vel ef Taylor sér það ekki, þá ætti VAR að koma honum til bjargar. Hvernig var þetta ekki aukaspyrna og rautt spjald," sagði þýski knattspyrnustjórinn skapillur. 

Thomas Tuchel og Antonio Conte fengu báðir rauða spjaldið fyrir riffrildi sitt. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×