Ekið á ungan dreng við gangbraut á leið í skólann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2022 11:16 Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður í Grindavík. Vísir/Egill Ungur drengur í Grindavík hlaut opið beinbrot á fæti þegar ekið var á hann þar sem hjólaði á leið í skólann í gærmorgun. Lögreglumaður minnir ökumenn á að hafa augun á veginum nú þegar börn um allt land streymi í skólana. Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira