Ert þú Ljósberi? Vilborg Anna Garðarsdóttir skrifar 19. september 2022 07:01 Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun