Aston Villa tókst ekki að nýta liðsmuninn gegn Leeds Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. október 2022 17:29 Ekki góð úrslit fyrir Gerrard. vísir/Getty Leeds United og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Elland Road í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Eftir markalausan fyrri hálfleik vænkaðist hagur gestanna verulega strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Kólumbíumaðurinn Luis Sinisterra, sóknarmaður Leeds, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir að vera einum fleiri nær allan seinni hálfleikinn tókst lærisveinum Steven Gerrard ekki að nýta sér liðsmuninn en sóknarleikur liðsins hefur ekki verið góður í upphafi móts enda hefur liðið skorað aðeins sex mörk í fyrstu átta leikjunum. Lokatölur 0-0 og bæði lið áfram um miðja deild. Enski boltinn Fótbolti
Leeds United og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Elland Road í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Eftir markalausan fyrri hálfleik vænkaðist hagur gestanna verulega strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Kólumbíumaðurinn Luis Sinisterra, sóknarmaður Leeds, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir að vera einum fleiri nær allan seinni hálfleikinn tókst lærisveinum Steven Gerrard ekki að nýta sér liðsmuninn en sóknarleikur liðsins hefur ekki verið góður í upphafi móts enda hefur liðið skorað aðeins sex mörk í fyrstu átta leikjunum. Lokatölur 0-0 og bæði lið áfram um miðja deild.