Hreyfingin óstarfhæf – eða hvað? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 14. október 2022 11:30 Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf? Vissulega voru viðburðir þingsins ekki til þess fallnir að auka samstöðu, trúverðugleika eða traust. Ætla má að róðurinn geti orðið þungur fram á við og við þurfum að leggja okkur 100% fram í komandi kjarasamningum. Aftur á móti þá hafna ég þeirri fullyrðingu að hreyfingin sé óstarfhæf. Hreyfinguna mynda 127 þúsund félagsmenn í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum. Hvað hefur breyst? Hvernig erum við óstarfhæf? Það hefur lítið breyst í okkar starfi eftir þing alþýðusambandsins, við förum áfram í vinnustaðaeftirlit, aðstoðum félagsmenn, afgreiðum styrki og umsóknir og höldum áfram að starfa í þágu félagsmanna. Það hefur ekki og mun ekki breytast. Félagsmenn verða alltaf í fyrsta sæti. Það verður verkefni okkar á komandi mánuðum að koma öflug inn í kjaraviðræður en samhliða því er nauðsynlegt að við náum að leiða saman ólík sjónarmið, grafa stríðsöxina, sammælast og ná sáttum um okkar sterkasta baráttuafl, stærstu launþegahreyfingu landsins, Alþýðusamband Íslands. Hreyfingin eru fólkið og félögin sem mynda hana. Félögin munu halda starfi sínu áfram, munu vaxa og dafna og halda baráttu launafólks á lofti. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og fræðslu- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Vinnumarkaður Stéttarfélög Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf? Vissulega voru viðburðir þingsins ekki til þess fallnir að auka samstöðu, trúverðugleika eða traust. Ætla má að róðurinn geti orðið þungur fram á við og við þurfum að leggja okkur 100% fram í komandi kjarasamningum. Aftur á móti þá hafna ég þeirri fullyrðingu að hreyfingin sé óstarfhæf. Hreyfinguna mynda 127 þúsund félagsmenn í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum. Hvað hefur breyst? Hvernig erum við óstarfhæf? Það hefur lítið breyst í okkar starfi eftir þing alþýðusambandsins, við förum áfram í vinnustaðaeftirlit, aðstoðum félagsmenn, afgreiðum styrki og umsóknir og höldum áfram að starfa í þágu félagsmanna. Það hefur ekki og mun ekki breytast. Félagsmenn verða alltaf í fyrsta sæti. Það verður verkefni okkar á komandi mánuðum að koma öflug inn í kjaraviðræður en samhliða því er nauðsynlegt að við náum að leiða saman ólík sjónarmið, grafa stríðsöxina, sammælast og ná sáttum um okkar sterkasta baráttuafl, stærstu launþegahreyfingu landsins, Alþýðusamband Íslands. Hreyfingin eru fólkið og félögin sem mynda hana. Félögin munu halda starfi sínu áfram, munu vaxa og dafna og halda baráttu launafólks á lofti. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og fræðslu- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar