Þjónusta án skilyrða við ungt fólk, hversu mikils virði er það? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 17. október 2022 15:31 Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun