Á villigötum í Áslandi 4 Davíð Arnar Stefánsson skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun